Hallgrímur Helgason og Sjón sæmdir franskri heiðursorðu lista og bókmennta

Heiðursorðan (L’Ordre des Arts et des Lettre –  officier) er æðsta viðurkenning sem veitt er af hálfu hins opinbera í Frakklandi á sviði menningar og lista.  Orðan er veitt til þess að heiðra þá  sem skara fram úr í list- eða bókmenntasköpun jafnt í Frakklandi sem annars staðar.

Sjón hlaut orðuna laugardaginn 27. febrúar og Hallgrímur 10. mars. Athafnirnar fóru fram í franska sendiherrabústaðnum og það var sendiherra Frakklands, Graham Paul, sem afhenti orðurnar.

Rithöfundasamband Íslands óskar þeim Hallgrími og Sjón til hamingju með viðurkenninguna!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email