Halldóra Jónsdóttir, Steinþór Steingrímsson og Kristín Bjarnadóttir frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kynna nýja vefgátt sem stofnunin opnaði fyrir skemmstu, http://málið.is. Þar er að finna á einum stað upplýsingar um íslenskt mál í sjö ólíkum gagnasöfnum, sem eru Beygingarlýsing íslensks nútímamáls, Stafsetningarorðabók, Íslensk nútímamálsorðabók, Íslenskt orðanet, Málfarsbankinn, Íðorðabankinn og Íslensk orðsifjabók. Þau munu einnig kynna aðra gagnlega vefi, m.a. Risamálheild sem opnuð var í 4. maí sl., sjá http://malheildir.arnastofnun.is.