Gyrðir Elíasson hlýtur Tranströmerverðlaunin 2024

Gyrðir Elíasson hlýtur hin virtu Tranströmerverðlaun 2024. Í rökstuðningi valnefndar segir að „ljóð hans hafi með glettni og undrun varðveitt þúsundir augnablika þar sem tilveran er fallvölt“.

Tranströmerverðlaunin voru stofnsett til heiðurs ljóðskáldinu Tomas Tranströmer. Verðlaunin eru veitt annaðhvert ár og er verðlaunaféð 200.000 sænskar krónur.

Verðlaunin verða veitt þann 12. október 2024 á Bókmenntahátíðinni í Västerås.

Þess má geta að Gyrðir hlaut ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambandsins og Landsbókasafns-Háskólabókasafns fyrir ljóðabók ársins 2023 fyrir ljóðabókatvennuna Dulstirni / Meðan glerið sefur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email