Search
Close this search box.

Guðbergur Bergsson látinn

Guðberg­ur Bergs­son rit­höf­und­ur er lát­inn. Hann lést á heim­ili sínu 4. september s.l. eft­ir skamm­vinn veik­indi.

Guðberg­ur var fædd­ur 16. októ­ber 1932. Hann lauk kenn­ara­prófi frá Kenn­ara­skóla Íslands 1955, hélt síðan til náms á Spáni og lauk prófi í spænsk­um fræðum, bók­mennt­um og lista­sögu frá La Uni­versi­dad de Barcelona 1958.

Guðbergur sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Verk Guðbergs hafa verið þýdd á mörg tungumál, meðal annars búlgörsku, finnsku, frönsku og litháísku.

Eitt af hans þekktustu verkum var skáldsaga hans, Tómas Jónsson, metsölubók sem hann gaf út árið 1966. Fyrstu bækur hans voru skáldsagan Músin sem læðist og ljóðabókin Endurtekin orð. Báðar komu þær út árið 1961. Þá var Guðbergur einn afkastamesti þýðandinn á Íslandi úr spænsku og þýddi m.a. Don Kíkóta eftir Cervantes og Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez.

Guðbergur hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf. Hann fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árin 1992 og 1998 og var auk þess tilnefndur til þeirra 1993 og 1997. Guðbergur hlaut svo Norrænu verðlaun sænsku bókmennta­akademíunnar árið 2004. Árið 2006 var hann tilnefndur til hinna virtu ítölsku Noninu-verðlauna fyrir Svaninn. Hann var einnig sæmdur Afreksorðu Spánarkonungs og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Árið 2013 var Guðbergur sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Mála- og menningardeild Há­skóla Íslands. Sama ár var Guðbergsstofa opnuð í Kviku, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur. Guðbergur var heiðursborgari Grindavíkur frá árinu 2004.

Rithöfundasambandið sendir fjölskyldu og vinum Guðbergs samúðarkveðjur

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email