Search
Close this search box.

Gestadvöl á Hildibrand Hótel

Opið er fyrir bókanir í dvalarsetur á Hildibrand Hótel í Neskaupstað. Dvölin er til eins mánaðar í senn og kostar 50.000 kr. Innifalið er gisting á Hildibrand Hótel, aðgangur að sameiginlegum vinnustofurýmum og frír aðgangur í Sundlaug Norðfjarðar meðan á dvöl stendur. Menningarstofa Fjarðarbyggðar aðstoðar við skipulagningu á upplestrum í skólum og stofnunum, kjósi höfundar það. Greitt er fyrir upplestra og kynningar.

Menningarstofa Fjarðarbyggðar getur einnig útvegað aðgang að fleiri rýmum á vegum sveitarfélagsins bæði til skrifta sem og viðburðahald ef gestir óska þess. Hildibrand Hótel veitir einnig 25% afslátt af mat og drykk á veitingastöðum sínum Beituskúrnum og á Kaupfélagsbarnum.

Aðstaðan er hugsuð til framtíðar. Nú árið 2021 standa til boða 10 dvali . Fleiri en einn geta verið í sama mánuði og byrjað verður að taka á móti fyrstu gestum í mars. Ekki er hægt að bóka júlí og ágúst.

Dvölin er samstarfsverkefni Queer in Iceland artist residency, Menningarsjóðs SÚN, Hildibrand Hótel, Menningarstofu Fjarðabyggðar og Rithöfundasambands Íslands.

Bókanir í dvalarsetrið fara fram í gegnum tengilið Queer in Iceland og Hildibrand Hótel, Hákon Hildibrand Guðröðarson: hakon@hildibrand.is / s: 865 5868. Bókanir varðandi upplestra og aðra viðburði fara fram í gegnum tengilið Menningarstofu Fjarðabyggðar er Jóhann Jóhannsson: johann.johannsson@fjardabyggd.is / s: 8944321

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email