Search
Close this search box.

Fundur fólksins 2016

DefaultRithöfundasambandið minnir á Fund fólksins sem fer fram í Norræna húsinu 2.-3. september. Höfundaréttur listamanna og það hvernig listamenn geta lifað af listinni verður eitt af umfjöllunarefnum fundarins og á föstudeginum kl. 13-14 verður opinn umræðufundur um hvernig höfundarétturinn er varinn í breyttu tækniumhverfi. Fullrúar allra þingflokka á Alþingi taka þátt ásamt Jakobi Magnússyni, formanni STEFs, Helgu Sigrúnu Harðardóttur, framkvæmdastjóra FJÖLÍS, Ragnari Th Sigurðssyni formanni MYNDSTEFs, Ragnheiði Tryggvadóttur framkvæmdastjóra RSÍ og Tómasi Þorvaldssyni lögmanni SÍK. Fundarstjóri verður Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL

Fundur fólksins á facebook.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email