Search
Close this search box.

Fjögur verkefni fengu styrk

images-stories-frettir-uthlutun18mai2015-230x120

Mánudaginn 18. maí, á fæðingardegi Gunnars Gunnarssonar rithöfundar, var úthlutað í fyrsta sinn úr Menningarsjóði Gunnarsstofnunar. Athöfnin fór fram á Skriðuklaustri. Til úthlutunar var ein milljón króna en í máli Helga Gíslasonar, formanns sjóðsstjórnar, kom fram að markmiðið væri að ná höfuðstól sjóðsins upp í 100 m.kr. þannig að í framtíðinni yrði hægt að úthluta meira fé til fleiri verkefna. Sjóðnum er fyrst og fremst ætlað að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar auk þess að renna stoðum undir starfsemi stofnunarinnar.

Níu umsóknir bárust til sjóðsstjórnar og ákvað hún að veita fjórum verkefnum styrki. Þrjú verkefni fengu 200 þús. kr. styrk: Hallveig K. Eiríksdóttir og Þorvaldur S. Helgason til að vinna leiksýningu eftir skáldsögu Gunnars Sælir eru einfaldir; Jón Hjartarson til að skrifa leikverk upp úr þremur smásögum Gunnars; Oskar Vistdal til að þýða Svartfugl á norsku. Hæsta styrkinn, 400 þús. kr., hlaut Sigurgeir Orri Sigurgeirsson til að skrifa handrit að heimildarmynd um ævi og verk Gunnars Gunnarssonar.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email