Fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2020 en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Ein bók í hverjum flokki hlýtur svo verðlaunin sem borgarstjóri mun afhenda síðasta vetrardag í Höfða.
Eftirtaldar bækur eru tilnefndar til verðlaunanna.
Frumsamdar bækur á íslensku
- Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur.
- Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf eftir Snæbjörn Arngrímsson.
- Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin eftir Yrsu Sigurðardóttur.
- Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur. JPV gaf út.
- Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur.
Myndlýstar bækur
- Hestar eftir Rán Flygenring og Hjörleifur Hjartarson.
- Hvíti björn og litli maur eftir Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur og José Federico Barcelona.
- Nóra eftir Birtu Þrastardóttur.
- Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur..
- Sundkýrin Sæunn eftir Freydísi Kristjánsdóttur og Eyþór Jóvinsson.
Þýddar bækur
- Danskvæði um söngfugla og slöngur eftir Suzanne Collins. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
- Múmínálfarnir – Seint í nóvember eftir Tove Jansson. Þórdís Gísladóttir þýddi.
- Ókindin og Bethany e. Jack Meggitt-Phillips. Guðni Kolbeinsson þýddi.
- Ótrúleg ævintýri Brjálinu Hansen 3 eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring. Jón St. Kristjánsson þýddi. Angústúra gaf út.
- Villnorn 4 og 5 – Blóðkindin ogFjandablóð eftir Lene Kaaberbøl. Þýðandi Jón St. Kristjánsson.
Rithöfundasamband Íslands óskar tilnefndum höfundum og þýðendum til hamingju með tilnefningarnar!