Search
Close this search box.

Eva Björg Ægisdóttir hlaut Svartfuglinn

 

höf
Eva Björg Ægisdóttir

Eva Björg Ægisdóttir hlaut spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sögu sína Marrið í stiganum sem komin er út hjá Veröld. 

Marrið í stiganum er fyrsta bók Evu Bjargar Ægisdóttur og bar handrit hennar sigur úr býtum í samkeppninni um Svartfuglinn, glæpasagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til í samvinnu við Veröld.

Í umsögn dómnefndar segir: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart. Spennandi og átakanleg glæpasaga eftir höfund sem án nokkurs vafa mun kveða mikið að í framtíðinni.“

Rithöfundasamband Íslands óskar Evu Björg innilega til hamingju með verðlaunin.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email