Erlingur Sigurðarson látinn


ES

Erl­ing­ur Sig­urðar­son, skáld og fv. kenn­ari, lést  12. nóv­em­ber sl., sjö­tug­ur að aldri. Erl­ing­ur fædd­ist á Græna­vatni í Mý­vatns­sveit 26. júní 1948. Hann varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1969, lauk BA-prófi í ís­lensku og sögu frá HÍ 1976, cand. mag.-prófi frá sama skóla 1987 og prófi í upp­eld­is- og kennslu­fræði 1981. Hann stundaði einnig nám við Col­by Col­l­e­ge í Maine í Banda­ríkj­un­um og há­skól­ann í Tübingen í Þýskalandi.

Erl­ing­ur var kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri 1978-97 og for­stöðumaður Sig­ur­hæða – Húss skálds­ins á Ak­ur­eyri 1997-2003. Hann birti fjölda greina og ljóða í blöðum og tíma­rit­um og gaf út tvær ljóðabæk­ur: Heilyndi 1997 og Haust­grímu 2015. 

 Erl­ing­ur naut starfs­launa lista­manns hjá Ak­ur­eyr­ar­bæ 2005 og fékk heiður­sviður­kenn­ingu Menn­ing­ar­sjóðs Ak­ur­eyr­ar fyr­ir rit­list árið 2016.

Rithöfundasamband Íslands þakkar Erlingi samfylgdina og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email