Erlendur Jónsson, kennari, rithöfundur og bókmenntagagnrýnandi, lést á Landakoti 17. júlí síðastliðinn, 94 ára að aldri.
Erlendur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1950. Hann lauk BA-prófi í íslensku og mannkynssögu, auk uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands 1953. Þá stundaði Erlendur nám í enskum og amerískum samtímabókmenntum við Háskólann í Bristol á Englandi 1965-1966.
Erlendur var bókmenntagagnrýnandi á Morgunblaðinu í ríflega 40 ár. Þá var hann í stjórn Félags íslenskra rithöfunda 1972-1974 og fljótlega eftir það tók hann þátt í undirbúningi að sameiningu rithöfundafélaga og endurskipulagningu Rithöfundasambands Íslands.
Eftir Erlend liggja fjölmörg ritverk; fræðibækur, ljóð og smásögur. Hann samdi jafnframt nokkur útvarpsleikrit, m.a. Minningar úr Skuggahverfi, sem hann fékk verðlaun fyrir í leikritasamkeppni RÚV árið 1986. Erlendur gaf út endurminningabók sína, Svipmót og manngerð, árið 1993.
Rithöfundasamband Íslands vottar aðstandendum Erlendar samúð.