Search
Close this search box.

Erlendur Jónsson látinn

Er­lend­ur Jóns­son, kenn­ari, rit­höf­und­ur og bók­mennta­gagn­rýn­andi, lést á Landa­koti 17. júlí síðastliðinn, 94 ára að aldri.

Er­lend­ur lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1950. Hann lauk BA-prófi í ís­lensku og mann­kyns­sögu, auk upp­eld­is- og kennslu­fræði frá Há­skóla Íslands 1953. Þá stundaði Er­lend­ur nám í ensk­um og am­er­ísk­um sam­tíma­bók­mennt­um við Há­skól­ann í Bristol á Englandi 1965-1966.

Er­lend­ur var bók­mennta­gagn­rýn­andi á Morg­un­blaðinu í ríf­lega 40 ár. Þá var hann í stjórn Fé­lags ís­lenskra rit­höf­unda 1972-1974 og fljót­lega eft­ir það tók hann þátt í und­ir­bún­ingi að sam­ein­ingu rit­höf­unda­fé­laga og end­ur­skipu­lagn­ingu Rit­höf­unda­sam­bands Íslands.

Eft­ir Er­lend liggja fjöl­mörg rit­verk; fræðibæk­ur, ljóð og smá­sög­ur. Hann samdi jafn­framt nokk­ur út­varps­leik­rit, m.a. Minn­ing­ar úr Skugga­hverfi, sem hann fékk verðlaun fyr­ir í leik­rita­sam­keppni RÚV árið 1986. Er­lend­ur gaf út end­ur­minn­inga­bók sína, Svip­mót og mann­gerð, árið 1993.

Rithöfundasamband Íslands vottar aðstandendum Erlendar samúð.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email