Við afhendingu viðurkenningarinnar afhenti Elísabet Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra skál með vatnsdropa í sem endurspegla á eins konar tjörn, sjálfsprottna tjörn. „Já, ég var að hugsa um það að við myndum bara öll setja skál út í glugga með vatni í, þá kæmi friður í heiminum og við myndum smám saman senda út góðar hugsanir og öll stríð myndu hætta,“ sagði Elísabet Jökulsdóttir í viðtali við Jórunni Sigurðardóttur strax í lok verðlaunaafhendingarinnar. Elísabet hefur bryddað upp á ýmsum gjörningum í gegnum tíðina, sem vakið hafa mikla athygli.
Á heimasíðu RÚV má hlusta á viðtal Jórunnar Sigurðardóttur við Elísabetu Jökulsdóttur á afhendingu Menningarviðurkenninga RÚV.
Rithöfundasamband Íslands óskar Elísabetu innilega til hamingju með viðurkenninguna.