Search
Close this search box.

denmark-1220x550

Alþjóðlega menningarhátíðin, Danskt haust, verður haldin dagana 12.-16. október næstkomandi  í Reykjavík og á Selfossi.

Fjöldi lista- og fræðimanna koma í heimsókn frá Danmörku þar sem þeir eru búsettir. Gestir okkar eru samt af ýmsu þjóðerni, ættuð frá Trínidad, Englandi, Bandaríkjunum, Íslandi og Grænlandi.

Til liðs við gestina koma svo nokkur íslensk skáld og listamenn. Hátíðin er haldin að frumkvæði Önnu S. Björnsdóttur og Þórs Stefánssonar með stuðningi Norræna hússins, Norrænu félagaanna í Reykjavík og á Selfossi og Rithöfundasambans Íslands. Auk þeirra hefur veitir sendiráðið hátíðinni stuðning.

Ókeypis aðgangur er að öllum viðburðum hátíðarinnar.

 

Danskt haust

Heimsókn danskra skálda, listamanna og fræðimanna

Dagskrá 12.-16. október 2016

Miðvikud. 12. okt. kl. 17 -19 í Norræna félaginu við Óðinstorg: Opnun myndlistarsýningar Önnu Gunnarsdóttir, Jesper Dalmose og Lennox Raphael og stendur hún til 19. október

 Fimmtud. 13. okt. kl. 17-19 í anddyri Norræna hússins: Opnun málverkasýningar Ole Bundgaard og Sigurðar Þóris.

Ole spilar nokkur lög á saxófón.

Fimmtud. 13. okt. kl. 20-22 í sal Norræna hússins: Danskt ljóðakvöld með Karsten Bjarnholt, Cindy Lynn Brown, Ole Bundgaard, Jon Høyer og Lennox Raphael.

Íslensk skáld lesa úr verkum sínum útgefnum  í Danmörku: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson,  Anna S. Björnsdóttir, Einar Már Guðmundsson og Þór Stefánsson.

Jesper Dalmose sýnir vídeó-list.

Tónlist með Ole Bundgaard ásamt Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni, Birgi Svan Símonarsyni, Oddi Inga Þórssyni Huldusyni og Valgeiri Gestssyni, Þorvaldi Erni Árnasyni og Ragnheiði E. Jónsdóttur og Eyþrúði Þorvaldsdóttur.

Föstud. 14. okt. kl. 17-18 í Gunnarshúsi: Jon Høyer og Anne Marie Têtevide ræða bækur sínar um miðaldir á Íslandi og í Danmörku.

Föstud. 14. okt. kl. 18-20 í Gunnarshúsi: Kvöldverður með gestunum.

Föstud. 14. okt. kl. 20-22 í Gunnarshúsi: Blönduð dagskrá með ljóðum tónlist og vídeó-list á dönsku, ensku og íslensku með: Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni,  Önnu S. Björnsdóttur, Birgi Svan Símonarsyni, Karsten Bjarnholt, Cindy Lynn Brown, Ole Bundgaard, Jesper Dalmose, Einari Má Guðmundssyni,  Jon Høyer, Oddi Inga Þórssyni Huldusyni og Valgeiri Gestssyni, Lennox Raphael, Þorvaldi Erni Árnasyni og Ragnheiði E. Jónsdóttur og Eyþrúði Þorvaldsdóttur og Þór Stefánssyni.

Laugard. 15. okt. kl. 14-15 í sal Norræna hússins: Fyrirlestur Anne-Marie Gjedde Olsen um grænlenska/danska list. 

Laugard. 15. okt. kl. 15-16 í sal Norræna hússins: Fyrirlestur Jesper Dalmose og Lennox Raphael

Laugard. 15. okt. kl. 16-17 í sal Norræna hússins: Fyrirlestur Katrin Hjort í samvinnu við Háskóla Íslands.

Sunnud. 16. okt. kl. 15-17, Norræna félagið, Selfossi: Blönduð dagskrá með ljóðum tónlist og vídeó-list á dönsku, ensku og íslensku með: Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni,  Önnu S. Björnsdóttur, Birgi Svan Símonarsyni, Karsten Bjarnholt, Cindy Lynn Brown, Ole Bundgaard, Jesper Dalmose, Jon Høyer, Oddi Inga Þórssyni Huldusyni, Lennox Raphael, Þorvaldi Erni Árnasyni og Ragnheiði E. Jónsdóttur og Eyþrúði Þorvaldsdóttur og Þór Stefánssyni.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email