Search
Close this search box.

Bókmenntir á berangri – þurfum við lög yfir bækurnar okkar?

RSÍ blæs til ráðstefnu í Eddu, húsi íslenskunnar, kl. 15:00 þriðjudaginn 12. nóvember. Boðið er upp á léttar veitingar að ráðstefnu lokinni.

Hart er sótt að íslenskum bókmenntum og tungu um þessar mundir. Rithöfundasamband Íslands boðar til ráðstefnu um hvort þörf sé á bóklögum á Íslandi, en margar þjóðir hafa sett sér slík lög til að styðja við bókaútgáfu, bóksölu, lestur og ritstörf á sinni tungu. Upplýsandi erindi og brýnar umræður!

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, setur ráðstefnuna.

Fundarstjóri: Sverrir Norland, rithöfundur.

Frummælendur:
Björn Vatne, formaður Norska rithöfundasambandsins
Pétur Gunnarsson, rithöfundur
Margrét Tryggvadóttir, formaður RSÍ

Í pallborði verða:
Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur
Hildur Knútsdóttir, rithöfundur
María Rán Guðjónsdóttir, útgefandi

Mætum öll og tölum máli bóka!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email