Search
Close this search box.

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017

jrg

Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu bókaforlagsins Partusar.

Jónas Reynir Gunnarsson er fæddur 1987. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. Jónas hefur birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og Stúdentablaði Háskóla Íslands, þar sem hann hlaut fyrsta sæti í árlegri ljóðakeppni blaðsins 2014.

Árið 2015 varð hann hlutskarpastur í leikritunarkeppni sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands með verkinu Við deyjum á Mars og sama ár kom út smásagan Þau stara á mig hjá Partusi. Fyrsta ljóðabók Jónasar, Leiðarvísir um þorp, kom einnig út hjá Partusi haustið 2017, sem og fyrsta skáldsaga hans, Millilending. Svo skemmtilega vill til að Jónas mun leiða smiðju skálda í alþjóðlega verkefninu Waters and Harbours in the North sem Bókmenntaborgin Reykjavík stendur fyrir vikuna 16. – 21. október. Skáldin vinna saman að textum sem tengjast hafnarborgum.

Alls barst 51 óbirt ljóðahandrit undir dulnefni. Dómnefndina skipuðu Úlfhildur Dagsdóttir formaður, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email