Search
Close this search box.

Bókaverðlaun barnanna 2019

Árlega tilnefna börn þær bækur sem þeim þykja skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar að hvaða ástæðu sem er og verða Bókaverðlaun barnanna afhent nú í 18. sinn. Börn af öllu landinu kusu og alls fengu 117 bækur kosningu.

Af þeim 117 bókum voru það 5 íslenskar og 5 þýddar barnabækur sem stóðu upp úr hjá börnunum og veittu höfundar og þýðendur viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu Grófinni kl. 14:00 á sumardaginn fyrsta. Í lok athafnarinnar steig Jón Víðis á stokk og skemmti með töfrabrögðum sínum.

Þessar 10 bækur keppa svo áfram í kosningu Sagna – verðlaunahátíð barnanna sem verður sjónvarpað á RÚV 1. júní.

Eftirfarandi bækur hlutu Bókaverðlaun barnanna 2019:

Íslenskar

Fíasól gefst aldrei upp – Kristín Helga Gunnarsdóttir

Henri rænt í Rússlandi – Þorgrímur Þráinsson

Orri óstöðvandi – Bjarni Fritzson

Siggi sítróna – Gunnar Helgason

Þitt eigið tímaferðalag – Ævar Þór Benediktsson                

Þýddar

Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson

Handbók fyrir ofurhetjur, annar hluti: Rauða gríman eftir Elias Våhlund, þýðandi Ingunn Snædal

Leyndarmál Lindu: sögur af ekki-svo gáfaðri sem veit-allt eftir Rachel Renée Russell, þýðandi Helgi Jónsson

Miðnæturgengið eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson

Verstu börn í heimi 2 eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson

Kosningavefurinn var opnaður eftir að efstu bækurnar voru tilkynntar í Bókaverðlaunum barnanna.  http://krakkaruv.is/sogur

Einnig fengu 10 heppin börn vinning sem tóku þátt í að kjósa bækurnar. Heppnu vinningshafarnir eru:

  1. Annel Máni Jóhannsson
  2. Hrafnkell Flóki Kristjánsson
  3. Helena Lapas
  4. Leifur
  5. María Ævarsdóttir
  6. Orri Guðmundsson
  7. Róbert Stefánsson
  8. Sigrún Alda Jónsdóttir
  9. Soffía Þóra Ómarsdóttir
  10. Þór Ástþórsson
Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email