Yfir 90% þjóðarinnar telja íslenskar bókmenntir mikilvægar samfélaginu og 83,4% eru jákvæð gagnvart störfum rithöfunda hér á landi.
Þetta kemur fram í könnun sem MMR hefur gert fyrir Rithöfundasamband Íslands. Könnunin sýnir nokkurn mun á afstöðu fólks eftir efnahag og menntun og þá eru konur öllu jákvæðari gagnvart bókmenntunum en karlar. 1.430 manns svöruðu spurningum MMR.
Spurt var í fyrsta lagi: Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu: „Íslenskar bókmenntir eru mikilvægar fyrir íslenskt samfélag.“ Þá var spurt: Almennt séð, hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart störfum íslenskra rithöfunda?
Könnunin var gerð dagana 15.-26. desember sl.