Blóðdropinn 2017: tilnefningar

bloddropinn-tilnefningar-2016Á mynd: Tilnefndir höfundar og staðgenglar þeirra.
Frá vinstri: Pétur Már Ólafsson (fyrir hönd Yrsu Sigurðardóttur), Jónína Leósdóttir, Ragnar Jónasson, Úa Matthíasdóttir (fyrir hönd Arnaldar Indriðasonar) og Lilja Sigurðardóttir.

Tilnefningar til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna 2017, voru kynntar á Borgarbókasafninu í Grófinni miðvikudaginn 7. desember. Það er Hið íslenska glæpafélag sem veitir verðlaunin.

Fram til þessa hefur ekki verið tilnefnt sérstaklega til verðlaunanna, heldur hafa allar íslenskar glæpasögur komið til greina á hverju ári. Með sívaxandi útgáfu hefur þessu fyrirkomulagi nú verið breytt og fimm glæpasögur tilnefndar, en sjálfur Blóðdropinn verður afhentur í vor. Sú glæpasaga sem hlýtur verðlaunin er þar með tilnefnd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna.

Tilnefningar til Blóðdropans 2017 eru eftirfarandi:

Arnaldur Indriðason: Petsamo (Vaka-Helgafell)
Jónína Leósdóttir: Konan í blokkinni (JPV útgáfa)
Lilja Sigurðardóttir: Netið (JPV útgáfa)
Ragnar Jónasson: Drungi (Veröld)
Yrsa Sigurðardóttir: Aflausn (Veröld)

Í dómnefnd voru þau Kristján Jóhann Jónsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Vera Knútsdóttir.

Pétur Már Ólafsson tók við tilnefningu fyrir hönd Yrsu Sigurðardóttur og Úa Matthíasdóttir veitti viðtöku fyrir hönd Arnaldar Indriðasonar.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email