Search
Close this search box.

Birgir Sigurðsson heiðursfélagi látinn

Birg­ir Sig­urðsson, rit­höf­und­ur og leik­skáld, lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 9. ág­úst sl., á 82. ald­ursári.

Birg­ir fædd­ist í Reykja­vík 28. ág­úst 1937. Hann auk kenn­ara­prófi frá KÍ 1961, stundaði tón­list­ar­nám við Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík í fimm ár og söngnám í Amster­dam 1967. Birg­ir var blaðamaður á Tím­an­um 1961-64 og var kenn­ari og skóla­stjóri í nokkr­um skól­um þar til hann sneri sér al­farið að ritstörf­um árið 1979. Eft­ir Birgi ligg­ur fjöldi rit­verka; leik­rit, skáld­sög­ur, ljóð, þýðing­ar og fræðirit. Þekkt­asta leik­rit Birg­is er án efa Dag­ur von­ar, sem frum­sýnt var 1987, til­nefnt til bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 1989 og hef­ur verið sýnt víða um heim. Fyrsta leik­ritið, Pét­ur og Rúna, vann 1. verðlaun í sam­keppni Leik­fé­lags Reykja­vík­ur 1972 og vakti mikla at­hygli. Meðal annarra leik­rita hans eru Skáld-Rósa, Sel­ur­inn hef­ur mannsaugu, Grasmaðkur, Óska­stjarn­anog Dína­mít. Birg­ir var heiðurs­fé­lagi Leik­fé­lags Reykja­vík­ur en hann þýddi einnig fjöl­mörg leik­rit, m.a. Barn í garðinum, eft­ir Sam Sheph­ard, Gler­brot,eft­ir Arth­ur Miller, og Kött­ur á heitu blikkþaki, eft­ir Tenn­essee Williams. Þá þýddi hann tvær skáld­sög­ur eft­ir Dor­is Less­ing, Grasið syng­urog Marta Qu­est.

Birg­ir var vara­formaður Rit­höf­unda­sam­bands Íslands 1982-1986, var for­seti Banda­lags ís­lenskra lista­manna 1985-87 og átti m.a. sæti í stjórn Lista­hátíðar og út­hlut­un­ar­nefnd Kvik­mynda­sjóðs. Birg­ir var á þessu ári gerður að heiðurs­fé­laga Rit­höf­unda­sam­bands­ins.

Rithöfundasamband Íslands þakkar Birgi samfylgdina og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email