Search
Close this search box.

Barnabókaverðlaun skóla- og frí­stundaráðs Reykja­vík­ur

barnabokaverdlaunin2015_031                                                         Birgitta Elín Hassel og Bryndís Björgvinsdóttir.

Tvær ung­linga­sög­ur fá barna­bóka­verðlaun reyk­vískra fræðslu­yf­ir­valda 2015;
Hafn­f­irðinga­brand­ar­inn eft­ir Bryn­dísi Björg­vins­dótt­ur var val­in besta frum­samda bók­in.
Eleanor og Park var val­in best þýdda barna­bók­in en Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magna­dótt­ir sneru þeirri sögu eft­ir banda­ríska rit­höf­und­inn Rain­bow Rowell.

Bryn­dís Björg­vins­dótt­ir tók í gær við barna­bóka­verðlaun­um skóla- og frí­stundaráðs Reykja­vík­ur, en þau voru af­hent í Höfða. Verðlaun­in fær hún fyr­ir bók­ina Hafn­f­irðinga­brand­ar­ann sem Vaka Helga­fell  gaf út. Marta Hlín Magna­dótt­ir og Birgitta Elín Hassel fengu verðlaun­in fyr­ir þýðingu sína á Eleanor og Park sem gef­in var út af Bóka­beit­unni.

Barna­bóka­verðlaun­in voru nú af­hent í 43. sinn. Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og Skúli Helga­son formaður skóla- og frí­stundaráðs fluttu stutt ávörp við at­höfn­ina í Höfða, grunn­skóla­nem­end­ur úr Aust­ur­bæj­ar­skóla sungu og sig­ur­veg­ar­ar úr Stóru upp­lestr­ar­keppn­inni lásu upp úr verðlauna­bók­un­um.

Í um­sögn val­nefnd­ar um verðlauna­bók­ina Hafn­f­irðinga­brand­ar­ann seg­ir m.a.:
Hafn­f­irðinga­brand­ar­inn er marglaga skáld­saga þar sem fjallað er um sí­gild stef í lífi ung­linga eins og fyrstu ást­ina og ástarsorg­ina, fé­lags­líf og sam­skipta­mynst­ur sem aldrei er eins flókið og á unglings­ár­um, ofsa­kvíða, ofsakæti og allt þar á milli. Sag­an er um­fram allt skrifuð af leiftrandi stíl­gáfu, um­vefj­andi hlýju og heil­næm­um húm­or sem fær les­end­ur á öll­um aldri til að njóta lestr­ar­ins og hrein­lega tæta bók­ina í sig.  

Í um­sögn um þýðingu ung­linga­bók­ar­inn­ar Eleanor og Park  seg­ir m.a. :
Eleanor og Park hef­ur hlotið fjölda verðlauna og viður­kenn­inga er­lend­is og dýr­mætt þegar slík­ar bæk­ur rata inn í ís­lenskt mál­sam­fé­lag og verða hluti af því. Það er vanda­verk að skrifa bók í nú­tím­an­um fyr­ir nú­tímaunglinga á trú­verðugu orðfæri ung­linga fyr­ir tutt­ugu árum á þann hátt að text­inn virki hvorki fram­andi né klisju­kennd­ur. Þegar bæt­ist svo í ofanálag að þýða sama texta yfir á annað tungu­mál verður málið enn snún­ara. Þeim Mörtu Hlín Magna­dótt­ur og Birgittu El­ínu Hassell tekst ein­stak­lega vel að ná þessu tak­marki án þess að það sé á kostnað læsi­leika og flæðis text­ans.

Barna­bóka­verðlaun skóla- og frí­stundaráðs þjóna þeim til­gangi að vekja at­hygli á gildi góðra bók­mennta í upp­eld­is­starfi og á metnaðarfullri út­gáfu barna­bóka.  Val­nefnd var að þessu sinni skipuð Bryn­hildi Björns­dótt­ur for­manni, Jónu Björgu Sætr­an og Gunn­ari Birni Mel­sted.

(mynd með frétt af vef Reykjavíkurborgar)

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email