Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Verðlaunahafar ásamt börnum, formanni dómnefndar og borgarstjóra.

Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir hljóta Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020 fyrir handrit sitt að bókinni Blokkin á heimsenda. Bókin kemur út í dag, þriðjudaginn 19. maí.

Reykjavíkurborg veitir nú Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í annað sinn. Þau eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum eins okkar ástsælasta barnabókahöfunda. Verðlaunaféð er ein milljón krónur.

Verðlaunahandrit 2020

Hátt á fimmta tug handrita bárust í samkeppnina í ár og var dómnefndin sammála um að handrit þeirra Arndísar Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnar Bjarndóttur, Blokkin á heimsenda, skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni. Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson, sem var formaður, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir. Á lokametrunum fengu þau tvo nemendur úr 6. bekk Háteigsskóla sér til liðsinnis og þakkar Reykjavíkurborg þeim fyrir þeirra mikilvæga framlag.

Ástandið í samfélaginu vegna Covid-19 setti nokkuð strik í reikninginn við verðlaunaafhendinguna sem var seinna í ár en ráð var fyrir gert. Borgarstjóri afhenti verðlaunin í Höfða og var brugðið á það ráð að kvikmynda athöfnina til að sem flestir mættu upplifa og njóta með höfundunum. Stikluna er að finna hér á vef Bókmenntaborgarinnar og einnig  á vef Reykjavíkurborgar.

Blokkin á heimsenda kemur út í dag, þriðjudaginn 19. maí, og er það Mál og menning sem gefur út.

Lesa meira.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email