Reykjavíkurborg auglýsir eftir óbirtu handriti að skáldverki fyrir börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaununum verður úthlutað í annað sinn í apríl 2020.
Senda skal inn til Reykjavíkurborgar óbirt handrit að skáldverki fyrir börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila í þríriti merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 9. janúar 2020.
Utanáskrift handrita:
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
b.t. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO
Ráðhúsi Reykjavíkur
Tjarnargötu 11
101 Reykjavík.
Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár.
Hver eru verðlaunin?
Verðlaunahafi hlýtur verðlaunafé. Verðlaunaféð er greitt af Reykjavíkurborg og eru ein verðlaun veitt árlega að vori samhliða verðlaunaafhendingu Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Árið 2019 var upphæð verðlaunanna 1 milljón króna.