Nýr verkefnastjóri hjá RSÍ

Salka Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Rithöfundasambandi Íslands og tók til starfa í haust. Salka er leikskáld, þýðandi og sviðslistakona sem hefur lengst af starfað sjálfstætt, bæði í bókmenntaheiminum og við sviðslistir. Nú síðast vann hún hjá Listahátíð í Reykjavík og var þar ritstjóri og sinnti einnig ýmsum tilfallandi verkefnum. Við bjóðum Sölku velkomna […]