Eiríkur Örn og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Skáldsögurnar Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl og Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025 fyrir Íslands hönd. Alls eru fjórtán bækur tilnefndar til verðlaunanna sem veitt verða í Stokkhólmi í október. Úr umsögn dómnefndar um bók Þórdísar: Þórdís býður lesendum upp í trylltan dans og þeytir þeim í óteljandi hringi þar sem […]

Viðurkenning Hagþenkis

Viðurkenning Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2024 Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu höfunda og bækur er til greina kæmu en að valinu stendur sérstakt viðurkenningarráð.   Viðurkenningu Hagþenkis hlaut Erla […]

Opið bréf til stjórnar Leik­félags Reykja­víkur

Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir yfir stuðningi við leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og þá kröfu að störf þeirra verði metin að verðleikum. Allt frá því að Leikfélag Reykjavíkur sýndi í fyrsta sinn íslenskt leikverk árið 1903, Skipið sekkur eftir Indriða Einarsson, hafa listsköpun, velferð og hagsmunir íslenskra rithöfunda og sviðslistafólks farið saman. Leiklist og […]

Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis

Formaður Hagþenkis, Gunnar Þór Bjarnason, kynnti tilnefningar Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2024 í Borgarbókasafninu í Grófinni þann 22. janúar að viðstöddum tilnefndum höfundum og gestum þeirra, stjórn Hagþenkis og viðurkenningarráðinu. Í því sátu Halldóra Jónsdóttir, Kristján Leósson, Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, Unnur Þóra Jökulsdóttir og Vilhjálmur Árnason. Friðbjörg Ingimarsdóttir er verkefnastýra ráðsins. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt í […]

Bókmenntaverðlaun veitt á Bessastöðum

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin voru veitt á Bessastöðum að kvöldi 29. janúar. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin sem hafa verið veitt árlega allt frá árinu 1989. Kristín Ómarsdóttir hreppti verðlaunin í flokki skáldverka fyrir bók sína, Móðurást: Draumþing, sem út kom hjá Máli og menningu. Í flokki barna- og ungmennabóka var það Rán […]

Nýskráningar vegna greiðslna fyrir útlán á bókasöfnum 2024

Nýskráningar vegna greiðslna fyrir útlán á bókasöfnum 2024. Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa […]

Áslaug Jónsdóttir hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins

Þann 8. janúar 2025 var Áslaugu Jónsdóttur veitt viðurkenning Rithöfundasjóðs RÚV. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Viðurkenninguna hlýtur Áslaug fyrir fjölbreytt verk sín og framlag til íslenskra bókmennta, barnamenningar og myndlistar. Áslaug er fjölhæfur listamaður en auk þess að skrifa bækur sem eiga sér aðdáendur á öllum aldri, hérlendis og víða um veröld, er hún mikilvirkur myndskreytir […]

Minnum á taxta fyrir upplestra og kynningu!

Upplestrar og kynningar – Taxtar Hér fyrir neðan er að finna taxta sem RSÍ setur. Taxtar RSÍ eru lágmarkstaxtar. Það þýðir að höfundum er í sjálfsvald sett að setja upp hærri taxta fyrir vinnu sína. Sérstakir taxtar eru fyrir skóla enda miðast þeir við að höfundur undirbúi efni fyrir heila kennslustund. Gott er fyrir bæði höfunda og […]

Bókmenntir á berangri – þurfum við lög yfir bækurnar okkar?

RSÍ blæs til ráðstefnu í Eddu, húsi íslenskunnar, kl. 15:00 þriðjudaginn 12. nóvember. Boðið er upp á léttar veitingar að ráðstefnu lokinni. Hart er sótt að íslenskum bókmenntum og tungu um þessar mundir. Rithöfundasamband Íslands boðar til ráðstefnu um hvort þörf sé á bóklögum á Íslandi, en margar þjóðir hafa sett sér slík lög til […]

Ferðastyrkir félagsmanna – opið fyrir umsóknir

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef sótt er […]