Nýskráningar vegna greiðslna fyrir útlán á bókasöfnum 2024
Nýskráningar vegna greiðslna fyrir útlán á bókasöfnum 2024. Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa […]
Áslaug Jónsdóttir hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins
Þann 8. janúar 2025 var Áslaugu Jónsdóttur veitt viðurkenning Rithöfundasjóðs RÚV. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Viðurkenninguna hlýtur Áslaug fyrir fjölbreytt verk sín og framlag til íslenskra bókmennta, barnamenningar og myndlistar. Áslaug er fjölhæfur listamaður en auk þess að skrifa bækur sem eiga sér aðdáendur á öllum aldri, hérlendis og víða um veröld, er hún mikilvirkur myndskreytir […]
Minnum á taxta fyrir upplestra og kynningu!
Upplestrar og kynningar – Taxtar Hér fyrir neðan er að finna taxta sem RSÍ setur. Taxtar RSÍ eru lágmarkstaxtar. Það þýðir að höfundum er í sjálfsvald sett að setja upp hærri taxta fyrir vinnu sína. Sérstakir taxtar eru fyrir skóla enda miðast þeir við að höfundur undirbúi efni fyrir heila kennslustund. Gott er fyrir bæði höfunda og […]
Bókmenntir á berangri – þurfum við lög yfir bækurnar okkar?
RSÍ blæs til ráðstefnu í Eddu, húsi íslenskunnar, kl. 15:00 þriðjudaginn 12. nóvember. Boðið er upp á léttar veitingar að ráðstefnu lokinni. Hart er sótt að íslenskum bókmenntum og tungu um þessar mundir. Rithöfundasamband Íslands boðar til ráðstefnu um hvort þörf sé á bóklögum á Íslandi, en margar þjóðir hafa sett sér slík lög til […]
Ferðastyrkir félagsmanna – opið fyrir umsóknir
Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef sótt er […]
Nýr verkefnastjóri hjá RSÍ
Salka Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Rithöfundasambandi Íslands og tók til starfa í haust. Salka er leikskáld, þýðandi og sviðslistakona sem hefur lengst af starfað sjálfstætt, bæði í bókmenntaheiminum og við sviðslistir. Nú síðast vann hún hjá Listahátíð í Reykjavík og var þar ritstjóri og sinnti einnig ýmsum tilfallandi verkefnum. Við bjóðum Sölku velkomna […]