Ljósvakasjóður – umsóknarfrestur til 2. september

Bætur vegna eintakagerðar til einkanota skv. 11. gr. höfundalaga Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) taka við greiðslum frá Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM). Greiðslurnar renna í Ljósvakasjóð sem úthlutar til höfunda og þýðenda leiktexta og annarra skáldverka í samræmi við reglur sjóðsins. Greiðsla til handritshöfunda/leikskálda er í formi eingreiðslu og er ekki greitt fyrir endurteknar sýningar á almanaksári. Athugið […]
Andlát: Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri

Skáldkonan Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri er látin. Þóra hóf ritferilinn árið 1973 með ljóðabókinni Leit að tjaldstæði en alls komu út fimmtán bækur með ljóðum hennar og örsögum, auk þess sem hún lagði fyrir sig ljóðaþýðingar. Þóra varð hundrað ára í janúar síðastliðnum. Þóra var meðlimur í Rithöfundasambandi Íslands allt frá árinu 1976. Við vottum […]
Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Rithöfundasambands Íslands fer í sumarfrí frá og með 1. júlí til 7. ágúst. Við sendum félagsfólki bestu óskir um gott sumar!
Starfsstyrkjum úthlutað úr Höfundasjóði

Níu höfundar hafa hlotið 350.000 króna starfsstyrk úr Höfundasjóði en styrkjunum er úthlutað árlega á grundvelli umsókna. Úthlutunarnefnd hafði alls 56 umsóknir frá 54 einstaklingum til umfjöllunar. Starfsstyrk hljóta að þessu sinni: Í úthlutunarnefnd 2025-26 sitja þau Haukur Ingvarsson, Hildur Knútsdóttir og Soffía Bjarnadóttir. Rithöfundasambandið þakkar þeim kærlega fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð. Við óskum […]
Ályktun aðalfundar um Hljóðbókasafnið

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands, haldinn í Gunnarshúsi 28. apríl 2025 ályktar: Hljóðbókasafnið Rithöfundasamband Íslands hvetur Hljóðbókasafnið til að huga vandlega að réttindum höfunda í starfsemi safnsins. Hljóðbókasafnið sinnir mikilvægu hlutverki í að tryggja aðgengi að bókmenntum fyrir einstaklinga með sjón- og lestrarhömlun, en ekki virðist ágreiningur um það að misnotkun á aðgangsréttindum eigi sér stað í […]
Karólína Rós og Natan hljóta Nýræktarstyrki

Nú hafa Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta verið veittir í átjánda sinn. Styrkirnir eru veittir nýjum og efnilegum höfundum sem hvor um sig hljóta hálfa milljón króna. Þann 5. júní veitti Miðstöð íslenskra bókmennta tveimur nýjum höfundum Nýræktarstyrki fyrir verk þeirra, en hvor styrkur nemur hálfri milljón króna. Þetta er í átjánda sinn sem styrkirnir eru […]
Ályktun aðalfundar um gervigreind

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands, haldinn í Gunnarshúsi 28. apríl 2025 ályktar: Hagnýting á höfundaréttarvörðum hugverkum til þróunar á gervigreind, án heimildar rétthafa, felur í sér brot á höfundarétti. Rithöfundasambandið skorar á íslensk stjórnvöld að flýta lagasetningu varðandi notkun gervigreindar við gerð hugverka svo að tryggt megi verða að hagnýting á verkum rithöfunda í gervigreindarkerfum eigi sér […]
Þórdís Gísladóttir hlýtur Maístjörnuna!

Tilkynnt var í dag að ljóðskáldið Þórdís Gísladóttir hlyti Maístjörnuna, ljóðabókaverðlaun RSÍ og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Verðlaunin hreppti Þórdís fyrir bókina Aðlögun sem út kom hjá Benedikt í fyrra. Í umsögn dómnefndar segir: „Segja má að bókin sé eins konar athugasemdaskýrsla um manneskjuna, áskoranir hennar og ófullkomleika, því „hálfvelgja og athafnaleysi eru ekki viðurkennd […]
Opið fyrir umsóknir úr Höfundasjóði

Rithöfundasamband Íslands veitir starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Rétt til að sækja um starfsstyrk úr Höfundasjóði RSÍ hafa starfandi rithöfundar óháð félagsaðild í RSÍ, þ.e. barnabókahöfundar, handritshöfundar, leikskáld, ljóðskáld, skáldsagna- og smásagnahöfundar, unglingabókahöfundar, þýðendur, ævisagnahöfundar og […]
Leiftrandi góð ljóð í hádeginu!

Lesið verður úr ljóðabókum sem tilnefndar hafa verið til ljóðaverðlaunanna Maístjörnunnar í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu í hádeginu, kl. 12-13, miðvikudaginn 7. maí. Tilnefndar bækur eru, í stafrófsröð:Aðlögun – Þórdís Gísladóttir. Útgefandi: Benedikt.Ég hugsa mig – Anton Helgi Jónsson. Útgefandi: Mál og menning.Flaumgosar – Sigurbjörg Þrastardóttir. Útgefandi: JPV.Geðhrærivélar – Árni Jakob Larsson. Útgefandi: Sæmundur.Ógeðslegir hlutir – Sunneva […]