Kvennaverkfall 2025 – lokað

Skrifstofa RSÍ verður lokuð föstudaginn 24. október. Þann dag eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á þessum sögulega degi á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Baráttukveðjur!
Kveðja: Oddný Sv. Björgvinsdóttir

Oddný Sv. Björgvinsdóttir, ljóðskáld, rithöfundur, framkvæmdastjóri, ritstjóri og blaðamaður lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 15. október sl., 85 ára að aldri. Oddný fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1940 og var dóttir hjónanna Sverris Einarssonar og Ragnheiðar Björgvinsdóttur. Oddný ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Björgvini Þorsteinssyni kaupmanni og Oddnýju Jóhönnu Sveinsdóttur að Ási á […]
Opnað fyrir umsóknir um ferðastyrki

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef […]
Andlát: Helgi Guðmundsson

Helgi Guðmundsson rithöfundur er látinn. Helgi fæddist 1943 í Staðarsveit á Snæfellsnesi en ólst upp í Neskaupsstað og Norðfjarðarhreppi. Hann var húsasmíðameistari, vann ötullega að verkalýðs- og félagsmálum og starfaði sem ritstjóri Þjóðviljans síðustu tvö útgáfuár blaðsins. Helgi var félagi í Rithöfundasambandi Íslands frá árinu 1991 og sinnti ýmiss konar ritstörfum. Meðal annars ritað hann […]
Opnað fyrir umsóknir um listamannalaun 2026

Opið er fyrir umsóknir til kl. 15:00, þann 1. október 2025. Fyrirspurnir: listamannalaun@rannis.is eða símar 515 5839 / 515 5838 Listamenn eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega. Hér má lesa auglýsingu Rannís um listamannalaun og hér má hefja umsóknarferlið.
Ljósvakasjóður – umsóknarfrestur til 2. september

Bætur vegna eintakagerðar til einkanota skv. 11. gr. höfundalaga Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) taka við greiðslum frá Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM). Greiðslurnar renna í Ljósvakasjóð sem úthlutar til höfunda og þýðenda leiktexta og annarra skáldverka í samræmi við reglur sjóðsins. Greiðsla til handritshöfunda/leikskálda er í formi eingreiðslu og er ekki greitt fyrir endurteknar sýningar á almanaksári. Athugið […]
Andlát: Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri

Skáldkonan Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri er látin. Þóra hóf ritferilinn árið 1973 með ljóðabókinni Leit að tjaldstæði en alls komu út fimmtán bækur með ljóðum hennar og örsögum, auk þess sem hún lagði fyrir sig ljóðaþýðingar. Þóra varð hundrað ára í janúar síðastliðnum. Þóra var meðlimur í Rithöfundasambandi Íslands allt frá árinu 1976. Við vottum […]
Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Rithöfundasambands Íslands fer í sumarfrí frá og með 1. júlí til 7. ágúst. Við sendum félagsfólki bestu óskir um gott sumar!
Starfsstyrkjum úthlutað úr Höfundasjóði

Níu höfundar hafa hlotið 350.000 króna starfsstyrk úr Höfundasjóði en styrkjunum er úthlutað árlega á grundvelli umsókna. Úthlutunarnefnd hafði alls 56 umsóknir frá 54 einstaklingum til umfjöllunar. Starfsstyrk hljóta að þessu sinni: Í úthlutunarnefnd 2025-26 sitja þau Haukur Ingvarsson, Hildur Knútsdóttir og Soffía Bjarnadóttir. Rithöfundasambandið þakkar þeim kærlega fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð. Við óskum […]
Ályktun aðalfundar um Hljóðbókasafnið

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands, haldinn í Gunnarshúsi 28. apríl 2025 ályktar: Hljóðbókasafnið Rithöfundasamband Íslands hvetur Hljóðbókasafnið til að huga vandlega að réttindum höfunda í starfsemi safnsins. Hljóðbókasafnið sinnir mikilvægu hlutverki í að tryggja aðgengi að bókmenntum fyrir einstaklinga með sjón- og lestrarhömlun, en ekki virðist ágreiningur um það að misnotkun á aðgangsréttindum eigi sér stað í […]