Aðventa lesin 7. desember – öll velkomin

Árlegur húslestur á Aðventu Gunnars Gunnarssonar fer fram í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, annan sunnudag í aðventu, 7. desember. Lestur hefst klukkan 13:30 og stendur í um 2,5 tíma með hléi. Lesari ársins er Eyþór Árnason skáld sem les Aðventu fyrir viðstadda. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Aðventa kom fyrst út árið 1936 og síðan […]
Jólaboð félagsfólks kl. 17:00 4. desember

Kæru félagar! Stöldrum við í jólaundirbúningi, upplestrum og stússi og hittum kollegana í Gunnarshúsi. Hið árlega jólaboð Rithöfundasambandsins verður haldið í Gunnarshúsi fimmtudaginn 4. desember og hefst kl. 17:00 Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Munu tölvur skrifa jólabækurnar?

Rithöfundasamband Íslands boðar til opins hádegisfundar um listsköpun og gervigreind í Eddu þann 4. desember kl. 12. Bergur Ebbi flytur stutt erindi og tekur í framhaldi af því þátt í umræðum með Andra Snæ Magnasyni, Fríðu Ísberg og Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Ragnar Jónasson, varaformaður RSÍ, stýrir fundinum og umræðum. Öll velkomin!
Höfundakvöld: Einar Kárason og Einar Már

Einar Kárason og Einar Már Guðmundsson bjóða til höfundakvölds í Gunnarshúsi kl. 20:00 fimmtudaginn 20. nóvember og lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Allir velkomnir! Sjá dagar koma er ný bók eftir Einar Kárason um bjartsýna menn og hnípna þjóð við upphaf 20. aldar. Allslaus piltur úr Dýrafirði fær óvænt pláss á amerísku skipi og heldur […]
Útgáfuhóf Sveins Einarssonar

Nýjustu spjallbók Sveins Einarssonar, „Allt í belg og biðu“, verður fagnað í Gunnarshúsi kl. 17:00 sunnudaginn 16. nóvember. Bókin sem út kemur hjá Ormstungu er framhald af „Þú ert mitt sólskin“. Allir velkomnir!
Kvennaverkfall 2025 – lokað

Skrifstofa RSÍ verður lokuð föstudaginn 24. október. Þann dag eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á þessum sögulega degi á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Baráttukveðjur!
Kveðja: Oddný Sv. Björgvinsdóttir

Oddný Sv. Björgvinsdóttir, ljóðskáld, rithöfundur, framkvæmdastjóri, ritstjóri og blaðamaður lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 15. október sl., 85 ára að aldri. Oddný fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1940 og var dóttir hjónanna Sverris Einarssonar og Ragnheiðar Björgvinsdóttur. Oddný ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Björgvini Þorsteinssyni kaupmanni og Oddnýju Jóhönnu Sveinsdóttur að Ási á […]
Opnað fyrir umsóknir um ferðastyrki

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef […]
Andlát: Helgi Guðmundsson

Helgi Guðmundsson rithöfundur er látinn. Helgi fæddist 1943 í Staðarsveit á Snæfellsnesi en ólst upp í Neskaupsstað og Norðfjarðarhreppi. Hann var húsasmíðameistari, vann ötullega að verkalýðs- og félagsmálum og starfaði sem ritstjóri Þjóðviljans síðustu tvö útgáfuár blaðsins. Helgi var félagi í Rithöfundasambandi Íslands frá árinu 1991 og sinnti ýmiss konar ritstörfum. Meðal annars ritað hann […]
Opnað fyrir umsóknir um listamannalaun 2026

Opið er fyrir umsóknir til kl. 15:00, þann 1. október 2025. Fyrirspurnir: listamannalaun@rannis.is eða símar 515 5839 / 515 5838 Listamenn eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega. Hér má lesa auglýsingu Rannís um listamannalaun og hér má hefja umsóknarferlið.