Guðrún Hannesdóttir hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins

Guðrún Hannesdóttir ljóðskáld, myndlistarkona og þýðandi hlaut nú í janúar viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi dómnefndar segir að hún hafi hlotið viðurkenninguna fyrir verk sín og gjöfult framlag til menningarlífsins. Í rökstuðningnum segir meðal annars: „Í ljóðum sínum magnar Guðrún galdur, þar sem hverju dýrmætu orði er fundinn staður og oft óvænt samhengi […]

Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum 2025

Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum […]

Skrifstofa RSÍ fer í jólafrí

Skrifstofan í Gunnarshúsi verður lokuð frá 18. desember til og með 7. janúar. Við sendum félagsfólki öllu kærar óskir um gleðileg bókajól og þökkum góð samskipti og samvinnu á árinu sem er að ljúka.

Aðventa lesin 7. desember – öll velkomin

Árlegur húslestur á Aðventu Gunnars Gunnarssonar fer fram í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, annan sunnudag í aðventu, 7. desember. Lestur hefst klukkan 13:30 og stendur í um 2,5 tíma með hléi. Lesari ársins er Eyþór Árnason skáld sem les Aðventu fyrir viðstadda. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Aðventa kom fyrst út árið 1936 og síðan […]

Jólaboð félagsfólks kl. 17:00 4. desember

Kæru félagar! Stöldrum við í jólaundirbúningi, upplestrum og stússi og hittum kollegana í Gunnarshúsi. Hið árlega jólaboð Rithöfundasambandsins verður haldið í Gunnarshúsi fimmtudaginn 4. desember og hefst kl. 17:00 Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Munu tölvur skrifa jólabækurnar?

Rithöfundasamband Íslands boðar til opins hádegisfundar um listsköpun og gervigreind í Eddu þann 4. desember kl. 12. Bergur Ebbi flytur stutt erindi og tekur í framhaldi af því þátt í umræðum með Andra Snæ Magnasyni, Fríðu Ísberg og Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Ragnar Jónasson, varaformaður RSÍ, stýrir fundinum og umræðum. Öll velkomin!

Höfundakvöld: Einar Kárason og Einar Már

Einar Kárason og Einar Már Guðmundsson bjóða til höfundakvölds í Gunnarshúsi kl. 20:00 fimmtudaginn 20. nóvember og lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Allir velkomnir! Sjá dagar koma er ný bók eftir Einar Kárason um bjartsýna menn og hnípna þjóð við upphaf 20. aldar. Allslaus piltur úr Dýrafirði fær óvænt pláss á amerísku skipi og heldur […]

Útgáfuhóf Sveins Einarssonar

Nýjustu spjallbók Sveins Einarssonar, „Allt í belg og biðu“, verður fagnað í Gunnarshúsi kl. 17:00 sunnudaginn 16. nóvember. Bókin sem út kemur hjá Ormstungu er framhald af „Þú ert mitt sólskin“. Allir velkomnir!

Kvennaverkfall 2025 – lokað

Skrifstofa RSÍ verður lokuð föstudaginn 24. október. Þann dag eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á þessum sögulega degi á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Baráttukveðjur!

Kveðja: Oddný Sv. Björgvinsdóttir

Oddný Sv. Björgvinsdóttir, ljóðskáld, rithöfundur, framkvæmdastjóri, ritstjóri og blaðamaður lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 15. október sl., 85 ára að aldri. Oddný fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1940 og var dóttir hjónanna Sverris Einarssonar og Ragnheiðar Björgvinsdóttur. Oddný ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Björgvini Þorsteinssyni kaupmanni og Oddnýju Jóhönnu Sveinsdóttur að Ási á […]