Ályktun aðalfundar um gervigreind

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands, haldinn í Gunnarshúsi 28. apríl 2025 ályktar: Hagnýting á höfundaréttarvörðum hugverkum til þróunar á gervigreind, án heimildar rétthafa, felur í sér brot á höfundarétti. Rithöfundasambandið skorar á íslensk stjórnvöld að flýta lagasetningu varðandi notkun gervigreindar við gerð hugverka svo að tryggt megi verða að hagnýting á verkum rithöfunda í gervigreindarkerfum eigi sér […]

Þórdís Gísladóttir hlýtur Maístjörnuna!

Tilkynnt var í dag að ljóðskáldið Þórdís Gísladóttir hlyti Maístjörnuna, ljóðabókaverðlaun RSÍ og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Verðlaunin hreppti Þórdís fyrir bókina Aðlögun sem út kom hjá Benedikt í fyrra. Í umsögn dómnefndar segir: „Segja má að bókin sé eins konar athugasemdaskýrsla um manneskjuna, áskoranir hennar og ófullkomleika, því „hálfvelgja og athafnaleysi eru ekki viðurkennd […]

Opið fyrir umsóknir úr Höfundasjóði

Rithöfundasamband Íslands veitir starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Rétt til að sækja um starfsstyrk úr Höfundasjóði RSÍ hafa starfandi rithöfundar óháð félagsaðild í RSÍ, þ.e. barnabókahöfundar, handritshöfundar, leikskáld, ljóðskáld, skáldsagna- og smásagnahöfundar, unglingabókahöfundar, þýðendur, ævisagnahöfundar og […]

Leiftrandi góð ljóð í hádeginu!

Lesið verður úr ljóðabókum sem tilnefndar hafa verið til ljóðaverðlaunanna Maístjörnunnar í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu í hádeginu, kl. 12-13, miðvikudaginn 7. maí. Tilnefndar bækur eru, í stafrófsröð:Aðlögun – Þórdís Gísladóttir. Útgefandi: Benedikt.Ég hugsa mig – Anton Helgi Jónsson. Útgefandi: Mál og menning.Flaumgosar – Sigurbjörg Þrastardóttir. Útgefandi: JPV.Geðhrærivélar – Árni Jakob Larsson. Útgefandi: Sæmundur.Ógeðslegir hlutir – Sunneva […]

Aðalfundur Rithöfundasambandsins 2025

Aðalfundur RSÍ fór fram í Gunnarshúsi mánudagskvöldið 28. apríl. Fríða Ísberg var kjörin meðstjórnandi, Sindri Freysson var endurkjörinn meðstjórnandi og Arndís Þórarinsdóttir kjörin varamaður. Fyrir sitja í stjórn formaðurinn Margrét Tryggvadóttir, Ragnar Jónasson varaformaður, Sigríður Hagalín Björnsdóttir meðstjórnandi og Friðgeir Einarsson varamaður. Hér má lesa ársskýrslu formanns.

Eiríkur Örn og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Skáldsögurnar Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl og Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025 fyrir Íslands hönd. Alls eru fjórtán bækur tilnefndar til verðlaunanna sem veitt verða í Stokkhólmi í október. Úr umsögn dómnefndar um bók Þórdísar: Þórdís býður lesendum upp í trylltan dans og þeytir þeim í óteljandi hringi þar sem […]

Viðurkenning Hagþenkis

Viðurkenning Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2024 Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu höfunda og bækur er til greina kæmu en að valinu stendur sérstakt viðurkenningarráð.   Viðurkenningu Hagþenkis hlaut Erla […]

Opið bréf til stjórnar Leik­félags Reykja­víkur

Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir yfir stuðningi við leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og þá kröfu að störf þeirra verði metin að verðleikum. Allt frá því að Leikfélag Reykjavíkur sýndi í fyrsta sinn íslenskt leikverk árið 1903, Skipið sekkur eftir Indriða Einarsson, hafa listsköpun, velferð og hagsmunir íslenskra rithöfunda og sviðslistafólks farið saman. Leiklist og […]

Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis

Formaður Hagþenkis, Gunnar Þór Bjarnason, kynnti tilnefningar Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2024 í Borgarbókasafninu í Grófinni þann 22. janúar að viðstöddum tilnefndum höfundum og gestum þeirra, stjórn Hagþenkis og viðurkenningarráðinu. Í því sátu Halldóra Jónsdóttir, Kristján Leósson, Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, Unnur Þóra Jökulsdóttir og Vilhjálmur Árnason. Friðbjörg Ingimarsdóttir er verkefnastýra ráðsins. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt í […]

Bókmenntaverðlaun veitt á Bessastöðum

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin voru veitt á Bessastöðum að kvöldi 29. janúar. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin sem hafa verið veitt árlega allt frá árinu 1989. Kristín Ómarsdóttir hreppti verðlaunin í flokki skáldverka fyrir bók sína, Móðurást: Draumþing, sem út kom hjá Máli og menningu. Í flokki barna- og ungmennabóka var það Rán […]