Kristín Svava les Aðventu Gunnars Gunnarssonar næsta sunnudag!
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna
Í dag, miðvikudaginn 2. desember 2015, var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi hvaða bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna. Tilnefnt er í þremur flokkum, flokki barna- og unglingabókmennta, fræðibóka og rita almenns eðlis og loks flokki fagurbókmennta. Þrjár bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Borgarstjóri mun síðan veita verðlaunin í […]
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Í gær var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015. Jafnframt voru kynntar þær 5 þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Ólafi Ragnari […]
Jón Kalman fær frönsk bókmenntaverðlaun.
Skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, hlaut í gærkvöldi eftirsótt bókmenntaverðlaun í Frakklandi. Var hún valin sem besta erlenda skáldsagan sem komið hefur út þar í landi á árinu. Verðlaunin veitti virt bókmenntatímarit, LIRE, og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í Grand Palais í París í gær þar sem valin voru bestu […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi – nr. 7
Næstkomandi fimmtudagskvöld, 26. nóvember, kl. 20.00, fer sjöunda höfundakvöld haustsins fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg 8. Þá mun Kristján Guðjónsson spjalla við þau Mikael Torfason og Auði Jónsdóttur, auk þess sem höfundarnir lesa úr nýjum bókum sínum: Týnd í Paradís og Stóra skjálfta. Allir eru velkomnir meðan stólar leyfa, aðgangseyrir er 1000 […]
Verðlaun Jónasar Hallgrímsonar
Guðjón Friðriksson hlaut í gær verðlaun Jónasar Hallgrímsonar á Degi íslenskrar tungu. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra veitti verðlaunin í Bókasafni Mosfelssbæjar síðdegis. Bubbi Morthens fékk sérstaka viðurkenningu. Guðjón Friðriksson hefur hin síðari ár skrifað viðamiklar ævisögur manna eins og Einars Benediktssonar, Hannesar Hafstein, Jóns Sigurðssonar forseta og Jónasar frá Hriflu. Þá hefur hann ritað sögu Faxaflóahafna, […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi nr. 6
Næstkomandi fimmtudagskvöld, 19. nóvember kl. 20.00, fer sjötta höfundakvöld haustsins fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg 8. Þá mun Ármann Jakobsson spjalla við skáldin Bergsvein Birgisson, Sjón og Kára Tulinius, auk þess sem höfundarnir lesa úr nýjum bókum sínum. Allir eru velkomnir meðan stólar leyfa, aðgangseyrir er 1000 krónur og veitingar innifaldar. Bergsveinn Birgisson […]
Ályktun frá stjórn RSÍ!
Stjórn Rithöfundasambandsins ályktar: Rithöfundasamband Íslands harmar að eina ferðina enn skuli veist að einni mikilvægustu menningarstofnun þjóðarinnar í tilefni af nýútkominni og umdeildri skýrslu um fjárhag hennar. Ár eftir ár höfum við nú fylgst með skipulegu niðurbroti á stofnun sem heldur utan um eitt af fjöreggjum þjóðarinnar í sögulegu og menningarlegu tilliti. Hvar væri íslensk […]