Search
Close this search box.

Bóksalaverðlaunin 2016

Bóksalar verðlauna bækur ár hvert sem starfsfólk bókaverslana á Íslandi velur sem bestu bækur ársins. Tilkynnt var um úrslitin 2016 í sjónvarpsþættinum Kiljunni á RÚV í gær, miðvikudaginn 14. desember. Eftirtaldar bækur þykja bestar meðal bóksala í ár: Íslensk skáldverk 1. sæti. Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur 2. sæti. Codex 1962 eftir Sjón 3. sæti. […]

ÁSKORUN TIL STJÓRNVALDA FRÁ RSÍ OG ÞOT VEGNA PISA

Rithöfundasamband Íslands og Bandalag þýðenda og túlka harma sorglegar niðurstöður PISA-prófanna þar sem lesskilningur hrapar enn meðal skólabarna og hratt dregur sundur milli pilta og stúlkna. Menn hafa borið fyrir sig áhrif frá ensku í gegnum tölvuleiki og annað efni ætlað börnum og unglingum sem þau hafa greiðan aðgang að. Það er þó ljóst að […]

Blóðdropinn 2017: tilnefningar

Á mynd: Tilnefndir höfundar og staðgenglar þeirra. Frá vinstri: Pétur Már Ólafsson (fyrir hönd Yrsu Sigurðardóttur), Jónína Leósdóttir, Ragnar Jónasson, Úa Matthíasdóttir (fyrir hönd Arnaldar Indriðasonar) og Lilja Sigurðardóttir. Tilnefningar til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna 2017, voru kynntar á Borgarbókasafninu í Grófinni miðvikudaginn 7. desember. Það er Hið íslenska glæpafélag sem veitir verðlaunin. Fram til þessa […]

Höfundakvöld – Hallveig Thorlacius

Hallveig Thorlacius les upp úr nýútkomnum bókum í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, þriðjudaginn 13. desember kl. 17. Bækurnar MARTRÖÐ, svo AUGAÐ og nú SVARTA PADDAN eru hörkuspennandi bækur fyrir aldurshópinn 9 til 109 ára og notalegt í skammdeginu að skríða með þær undir sæng. Bækurnar verða til sölu með áritun höfundar. Upplestur, veitingar, samvera og rúsínan sem leynist í […]

Sæmundargleði í Gunnarshúsi

Föstudaginn 9. desember koma forleggjarar Sæmundar til Reykjavíkur og efna til lítillar bókamessu í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8. Húsið opnar klukkan 18 en áætluð samkomuslit eru um 21. Höfundar segja frá bókum sínum í spjalli við gesti og bækur verða seldar á kjarapöllum. Þá stígur sönghópur Listaháskóla Íslands á stokk og í boði verða léttar […]

Aðventa lesin í Gunnarshúsi á sunnudag

Aðventa lesin  víða um land þann 11. desember Síðastliðin áratug hefur Gunnarsstofnun í samvinnu við aðra staðið fyrir upplestri á Aðventu í desember, bæði hérlendis og erlendis. Aðventa verður að þessu sinni lesin á þremur stöðum sunnudaginn 11. des. Í Reykjavík les Gunnar Helgason rithöfundur söguna í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 hjá Rithöfundasambandinu. Á Akureyri […]

Höfundakvöld Sögufélags í Gunnarshúsi 8. desember

Fimmtudagskvöldið 8. desember kl. 20:00 stendur Sögufélag fyrir höfundakvöldi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Þar munu höfundar og ritstjórar bókanna sem félagið gefur út í haust kynna verk sín og spjalla um þau við fjóra sagnfræðinga, þau Erlu Huldu Halldórsdóttur, Ragnhildi Hólmgeirsdóttur, Guðmund Jónsson og Ragnheiði Kristjánsdóttur. Dagskráin verður sem hér segir: Már Jónsson ræðir bókina […]