Úthlutun starfslauna til rithöfunda 2017

Launasjóður rithöfunda – 555 mánuðir 12 mánuðir Auður Jónsdóttir Bergsveinn Birgisson Bragi Ólafsson Einar Már Guðmundsson Eiríkur Örn Norðdahl Gerður Kristný Guðjónsdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir Hallgrímur Helgason Jón Kalman Stefánsson Kristín Eiríksdóttir Kristín Ómarsdóttir Oddný Eir Ævarsdóttir Ófeigur Sigurðsson SJÓN – Sigurjón B. Sigurðsson Steinunn Sigurðardóttir Þórunn Jarla Valdimarsdóttir 10 mánuðir Sigurbjörg Þrastardóttir Steinar Bragi […]

Látnir félagar

Dr. Þor­varður Helga­son, rit­höf­und­ur og leik­hús­gagn­rýn­andi fædd­ist í Reykja­vík 18. maí 1930. Hann lést 7. desember s.l. Þorvarður var stofnfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Þor­varður nam leik­hús­fræði, frönsku og leik­stjórn er­lend­is og tók loka­próf í leik­stjórn 1958, Hann stofnaði ásamt öðrum leik­fé­lagið Grímu og leik­stýrði þar. Þorvarður út­skrifaðist sem doktor í leikhúsfræðum frá Uni­versität Wien 1970. […]

Sigurður Pálsson hlýtur fálkaorðuna

Forseti Íslands veitti fálkaorðuna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag 2017. Meðal þeirra tólf Íslendinga sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu var Sigurður Pálsson ljóðskáld. Rithöfundasamband Íslands óskar Sigurði innilega til hamingju. Hér má sjá lista yfir hina nýja fálkaorðuhafa.

Bóksalaverðlaunin 2016

Bóksalar verðlauna bækur ár hvert sem starfsfólk bókaverslana á Íslandi velur sem bestu bækur ársins. Tilkynnt var um úrslitin 2016 í sjónvarpsþættinum Kiljunni á RÚV í gær, miðvikudaginn 14. desember. Eftirtaldar bækur þykja bestar meðal bóksala í ár: Íslensk skáldverk 1. sæti. Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur 2. sæti. Codex 1962 eftir Sjón 3. sæti. […]

ÁSKORUN TIL STJÓRNVALDA FRÁ RSÍ OG ÞOT VEGNA PISA

Rithöfundasamband Íslands og Bandalag þýðenda og túlka harma sorglegar niðurstöður PISA-prófanna þar sem lesskilningur hrapar enn meðal skólabarna og hratt dregur sundur milli pilta og stúlkna. Menn hafa borið fyrir sig áhrif frá ensku í gegnum tölvuleiki og annað efni ætlað börnum og unglingum sem þau hafa greiðan aðgang að. Það er þó ljóst að […]

Blóðdropinn 2017: tilnefningar

Á mynd: Tilnefndir höfundar og staðgenglar þeirra. Frá vinstri: Pétur Már Ólafsson (fyrir hönd Yrsu Sigurðardóttur), Jónína Leósdóttir, Ragnar Jónasson, Úa Matthíasdóttir (fyrir hönd Arnaldar Indriðasonar) og Lilja Sigurðardóttir. Tilnefningar til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna 2017, voru kynntar á Borgarbókasafninu í Grófinni miðvikudaginn 7. desember. Það er Hið íslenska glæpafélag sem veitir verðlaunin. Fram til þessa […]

Höfundakvöld – Hallveig Thorlacius

Hallveig Thorlacius les upp úr nýútkomnum bókum í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, þriðjudaginn 13. desember kl. 17. Bækurnar MARTRÖÐ, svo AUGAÐ og nú SVARTA PADDAN eru hörkuspennandi bækur fyrir aldurshópinn 9 til 109 ára og notalegt í skammdeginu að skríða með þær undir sæng. Bækurnar verða til sölu með áritun höfundar. Upplestur, veitingar, samvera og rúsínan sem leynist í […]