Um starfslaun listamanna
Pétur Gunnarsson: Erindi haldið á málþingi BÍL 24. nóvember 2018 Fyrir daga starfslauna listamanna voru við lýði hin svokölluðu listamannalaun sem pólitískt skipuð úthlutunarnefnd úthlutaði við árvissa óánægju allra. Úthlutunin lá jafnan undir ámæli um að spegla valdahlutföllin á Alþingi frekar en listrænt mat uns svo var komið að rithöfundar, sem annars voru um þær […]
Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum
Listþing BÍL 2018
Laugardaginn 24. nóvember mun Bandalag íslenskra listamanna standa fyrir málþingi ásamt Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Við ætlum okkur á þessu listþingi að fjalla um kjör listamanna á breiðum grundvelli, starfslauna- og verkefnasjóðina, gildi þeirra og virði, áhrif sjóðanna á kjör og samningsstöðu listamanna, viðhorf til starfs listamannsins og verðmæti listarinnar, hver og hvernig er greitt fyrir […]
Skáld í skólum fær viðurkenningu á degi íslenskrar tungu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, veitti verkefninu Skáld í skólum sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 2018. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson er upphafsmaður Skálda í skólum og tók hann við viðurkenningunni fyrir hönd Höfundamiðstöðvar RSÍ við hátíðlega athöfn á Höfn í Hornafirði. Rithöfundasambandið fagnar þessari viðurkenningu og þakkar Aðalsteini frumkvæðið og gott og gjöfult […]
Eiríkur Rögnvaldsson fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru afhent á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2018. Rithöfundasamband Íslands óskar Eiríki innilega til hamingju með viðurkenninguna. Í greinargerð ráðgjafanefndar segir: Prófessor emeritus Eiríkur Rögnvaldsson hefur með frumkvæði, elju og ást á íslenskri tungu, verið í framlínu […]
Umsögn stjórnar RSÍ um frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku
Stjórn RSÍ hefur nú skilað umsögn um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Umsögnina og aðrar umsagnir sem borist hafa má lesa á vef allsherjar- og menntamálanefndar. https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/?ltg=149&mnr=176
Erlingur Sigurðarson látinn
Jón R. Hjálmarsson látinn
Jón R. Hjálmarsson, rithöfundur og fyrrverandi fræðslustjóri, lést í Reykjavík síðastliðinn laugardag, 96 ára að aldri. Hann fæddist 28. mars 1922. Jón lauk búfræðiprófi frá Hólum 1942, stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1948, cand. mag.-prófi í ensku, þýsku og sögu frá Óslóarháskóla 1952 og cand. philol.-prófi í sagnfræði frá sama skóla árið 1954. Eftir nám […]
Innanfélagskrónika
Kæru félagar. Eins og gjarnan gerist á þessum árstíma er Gunnarshús þessar vikurnar vettvangur höfundakvölda, þar sem lesið er úr nýjum verkum og fólk hópast að til að hlýða á og blanda geði. Þessi siður er orðinn ómissandi þáttur í félagslífi rithöfunda og einnig dýrmæt viðbót við þau hátíðahöld sem útkoma nýrrar bókar kallar jafnan […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 13. nóvember, kl. 20.00
Fjórir höfundar ljúka stormasamri upplestrarferð um Dali og Strandir með lestri úr nýjum bókum sínum í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Allir eru hjartanlega velkomnir. Auður Ava Ólafsdóttir: Ungfrú Ísland, skáldsaga Bergsveinn Birgisson: Lifandilífslækur, skáldsaga Bjarni Bjarnason: Læknishúsið, skáldsaga Sigurbjörg Þrastardóttir: Hryggdýr, ljóðabók Leynispyrill fleygir fáeinum spurningum fyrir höfundana, en aðallega verður lesið úr bókunum fjórum og […]