Höfundakvöld í Gunnarshúsi miðvikudaginn 5. desember kl. 20.00

Höfundakvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, miðvikudagskvöldið 5. desember kl. 20.00 Þrír höfundar leiða saman bækur sínar og úr verður fallegt eyrnakonfekt! (Og reyndar verður líka hægt að nasla á heimagerðum kræsingum frá Lilju Katrínu!) Bergrún Íris Sævarsdóttir mun kynna Langelstur í bekknum: Leynifélagið; og Næturdýrin. Barnabókin Langelstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur segir frá […]
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar: Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson, Sálumessa eftir Gerði Kristnýju, Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason, Haustaugu eftir Hannes Pétursson. Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis eru tilnefndar: Þjáningarfrelsið. Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og […]
Ísnálin 2018

Ísnálina 2018 hljóta rithöfundurinn Jo Nesbø og þýðandinn Bjarni Gunnarsson fyrir glæpasöguna Sonurinn (Sønnen). Bjarni Gunnarsson tók við verðlaununum á alþjóðlegu glæpasagnahátíðinni Iceland Noir í Iðnó í Reykjavík. Ísnálin er veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Þetta er fimmta árið sem verðlaunin eru veitt, og í […]
Um starfslaun listamanna

Pétur Gunnarsson: Erindi haldið á málþingi BÍL 24. nóvember 2018 Fyrir daga starfslauna listamanna voru við lýði hin svokölluðu listamannalaun sem pólitískt skipuð úthlutunarnefnd úthlutaði við árvissa óánægju allra. Úthlutunin lá jafnan undir ámæli um að spegla valdahlutföllin á Alþingi frekar en listrænt mat uns svo var komið að rithöfundar, sem annars voru um þær […]
Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum

Listþing BÍL 2018

Laugardaginn 24. nóvember mun Bandalag íslenskra listamanna standa fyrir málþingi ásamt Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Við ætlum okkur á þessu listþingi að fjalla um kjör listamanna á breiðum grundvelli, starfslauna- og verkefnasjóðina, gildi þeirra og virði, áhrif sjóðanna á kjör og samningsstöðu listamanna, viðhorf til starfs listamannsins og verðmæti listarinnar, hver og hvernig er greitt fyrir […]
Skáld í skólum fær viðurkenningu á degi íslenskrar tungu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, veitti verkefninu Skáld í skólum sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 2018. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson er upphafsmaður Skálda í skólum og tók hann við viðurkenningunni fyrir hönd Höfundamiðstöðvar RSÍ við hátíðlega athöfn á Höfn í Hornafirði. Rithöfundasambandið fagnar þessari viðurkenningu og þakkar Aðalsteini frumkvæðið og gott og gjöfult […]
Eiríkur Rögnvaldsson fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru afhent á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2018. Rithöfundasamband Íslands óskar Eiríki innilega til hamingju með viðurkenninguna. Í greinargerð ráðgjafanefndar segir: Prófessor emeritus Eiríkur Rögnvaldsson hefur með frumkvæði, elju og ást á íslenskri tungu, verið í framlínu […]
Umsögn stjórnar RSÍ um frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku

Stjórn RSÍ hefur nú skilað umsögn um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Umsögnina og aðrar umsagnir sem borist hafa má lesa á vef allsherjar- og menntamálanefndar. https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/?ltg=149&mnr=176
Erlingur Sigurðarson látinn
