Höfundakvöld í Gunnarshúsi 13. desember
Verið velkomin á höfundakvöld í Gunnarshúsi föstudaginn 13. desember kl. 18:00. Þar munu sex höfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum – Bergþóra Snæbjörnsdóttir les úr skáldsögunni Svínshöfuð, Brynja Hjálmsdóttir les úr ljóðabókinni Okfruman, Gerður Kristný les upp úr ljóðabókinni Heimskaut, Hanna Óladóttir les úr ljóðabókinni Stökkbrigði, Kristín Ómarsdóttir les úr skáldsögunni Svanafólkið og Vigdís […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 12. desember
Við bjóðum þér til stofu til þess að tala um barna- og ungmennabækur! Rithöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Sigrún Elíasdóttir og Ævar Þór Benediktsson blása til notalegs upplestrarkvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, kl. 20:00 þann 12. desember. Þau segja frá nýjustu bókunum sínum og lesa brot úr sögunum fyrir gesti. Dagskráin er ætluð öllum þeim […]
Þýðendakvöld í Gunnarshúsi 11. og 17. desember
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar þann 7. desember sl. Þann 11. og 17. desember verða haldin þýðendakvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, þar sem tilnefndir þýðendur lesa upp úr verkum sínum. Upplestrarnir hefjast kl. 20:00 báða dagana. 11. desember verður lesið úr eftirfarandi bókum: Skáldið er eitt skrípatól. Um ævi og skáldskap Fernando Pessoa. Höfundur […]
Jólaboð félagsmanna miðvikudaginn 18. desember
Félagsmenn! Takið ykkur hlé frá öllu amstrinu, upplestrunum, smákökubakstrinum, gagnrýninni og háværum markaðstorgunum! Jólaboð félagsmanna verður haldið í Gunnarshúsi miðvikudaginn 18. desember frá kl. 17.00. Léttar veitingar. Hlökkum til að sjá ykkur!
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar í Menningarhúsinu Grófinni þann 7. desember sl. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar. Tilnefndir þýðendur eru: Arthúr Björgvin Bollason, fyrir þýðingu sína Tími töframanna. Höfundur Wolfram Eilenberger. Háskólaútgáfan gefur út. Í riti sínu […]
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2020
Níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna þann 3. desember sl. Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar: Fagurbókmenntir Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttur Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur Dómnefnd skipuðu Elín Björk Jóhannsdóttir, Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Kristín Ástgeirsdóttir. Fræðibækur og rit almenns eðlis Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur […]
Lestur hefur aukist og landsmenn lesa nú að meðaltali 2,3 bækur á mánuði
Nýlega lét Miðstöð íslenskra bókmennta, í samstarfi við RSÍ og aðra helstu aðila á bókmenntasviðinu, gera könnun á viðhorfi Íslendinga til bóklestrar og fleira. Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist, sérstaklega notkun hljóðbóka. Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við […]
Aðventa lesin í Gunnarshúsum sunnudaginn 8. desember kl. 13.30
Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Benedikts og fylgdarliðs hans á öræfum uppi hefur fylgt þjóðinni í 80 ár. Aðventa er bók sem kemur inn á metsölulistana ár hvert í desember og er gefin út á nýjum tungumálum enn þann dag í dag. Nú nýverið kom bókin út í Frakklandi hjá Zulma forlaginu sem gefur meðal […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 5. desember
Hvað er betra á aðventunni en að koma og hlusta á rithöfunda lesa úr verkum sínum og gæða sér á léttum veitingum í einu fallegasta húsi landsins? Fimmtudagskvöldið 5. desember kl. 20.00 verður einmitt höfundakvöld í Gunnarshúsi, allir velkomnir, léttar veitingar í boði. Höfundarnir sem munu lesa úr verkum sínum eru Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Ragnheiður […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 4. desember
Verið velkomin á höfundakvöld í Gunnarshúsi miðvikudaginn 4. desember kl. 20:00. Þar munu þrír höfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum – Ásta Fanney Sigurðardóttir les úr ljóðabókinni Eilífðarnón, Kristín Eiríksdóttir úr ljóðabókinni Kærastinn er rjóður, og Andri Snær Magnason úr fræðibókinni Um tímann og vatnið. Léttar veigar í boði. Allir velkomnir.