Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Rithöfundurinn Gerður Kristný hlaut þann 16. nóvember s.l. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Þau eru árlega veitt einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. „Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar minna okkur á margbreytileika miðlunar íslenskunnar. Íslenskan […]
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV. Tilnefnt er í þremur flokkum. Flokki fræðirita og bóka almenns efnis, flokki barna- og ungmennabóka og flokki skáldverka. Verðlaunin verða veitt um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári og eru eftirfarandi höfundar tilnefndir. Fræðibækur og rit almenns efnis:Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir […]
Fjöruverðlaunin 2021: Tilnefningar
Tilkynnt hefur verið hvaða bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Dómnefndir hafa tilnefnt bækur í þremur flokkum: fagurbókmenntir, barna- og unglingabókmenntir sem og fræðibækur og rit almenns eðlis. Fjöruverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn vorið 2007 og hafa verið veitt árlega síðan. […]
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2020
Ragnheiður Lárusdóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni 1900 og eitthvað. Bókin, sem er fyrsta bók höfundar, er komin út hjá bókaforlaginu Bjarti. 1900 og eitthvað er fyrsta ljóðabók Ragnheiðar en hún hefur birt stök ljóð í gegnum tíðina, m.a. í Lesbók Morgunblaðsins, á vefritinu Lestrarklefinn og á eigin Facebook síðu. […]
Úthlutanir úr Ljósvakasjóði – skráning og umsóknir vegna 2019
Í samræmi við reglur um ráðstöfun greiðslna frá Innheimtumiðstöð rétthafa – IHM auglýsir Rithöfundasamband Íslands hér með eftir umsóknum um fjárframlög úr Ljósvakasjóði. Rétt til úthlutunar eiga handritshöfundar, leikskáld, rithöfundar, þýðendur og aðrir höfundar og þýðendur leikins efnis og annarra skáldverka, sem flutt (frumflutningur og endurflutningur) hafa verið í hljóð- eða sjónvarpi árið 2019. Um […]
Frá aðalfundi
Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands var haldinn í gær 24. september. Á fundinum var stjórnarkjöri lýst. Karl Ágúst Úlfsson formaður, Vilborg Davíðsdóttir varaformaður og Jón Gnarr meðstjórnandi hlutu öll umboð til áframhaldandi stjórnarstarfa næstu tvö árin. Þá er Börkur Gunnarsson nýr varamaður. Nýr útgáfusamningur milli RSÍ og Félags íslenskra bókaútgefenda var samþykktur með tæplega 90% greiddra atkvæða. […]
Skýrsla formanns á aðalfundi RSÍ 24. september 2020
Kæru félagar Eins og allir vita er það vonum seinna sem okkur tekst að halda aðalfund RSÍ að þessu sinni, en fundurinn var upphaflega fyrirhugaður í apríl. Heimsfaraldurinn hefur haft margvísleg áhrif á starf sambandsins og mun ég víkja að þeim af og til í þessar skýrslu, eins og eflaust segir sig sjálft. Eitt af […]
Ferðastyrkir – opið fyrir umsóknir
Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef […]
Stuðningsyfirlýsing
Rithöfundasamband Íslands lýsir stuðningi við Rithöfundasambands Hvíta-Rússlands og kröfu þess um að stjórnvöld þar í landi láti af mannréttindabrotum sem vega að lýðræði og tjáningarfrelsi. RSÍ tekur undir kröfu hvít-rússneskra rithöfunda um að bundinn verði endi á ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum og að tryggt verði að þar í landi verði hið fyrsta haldnar lýðræðislegar kosningar […]
Listamannalaun 2021 – umsóknarfrestur til 1. október
Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2021 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur rennur út 1. október 2020. Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum:launasjóður hönnuðalaunasjóður myndlistarmannalaunasjóður rithöfundalaunasjóður sviðslistafólkslaunasjóður tónlistarflytjendalaunasjóður tónskálda Í umsóknum er óskað eftir upplýsingum um feril umsækjenda, listrænt gildi verkefnis og rökstudda tímaáætlun. Einnig skulu fylgja upplýsingar um […]