Search
Close this search box.

Atli Magnússon þýðandi látinn

Atli Magnússon – mbl.is/?Ein­ar Falur

Atli Magnús­son, þýðandi, rit­höf­und­ur og blaðamaður, er lát­inn, 74 ára að aldri. Atli fædd­ist 26. júlí 1944, hann lést á heim­ili sínu aðfaranótt 14. júní.

Atli starfaði lengst af sem blaðamaður. Meðfram blaðamennsku lagði hann stund á ritstörf og eft­ir hann liggja bæði ævisögur sem og fjöldi úrvalsþýðinga.

Atli rit­stýrði Sjó­manna­dagsblaðinu um nokkurra ára skeið og starfaði sem dag­skrár­full­trúi á rík­is­út­varp­inu. Hann þýddi mörg af stór­virkj­um heims­bók­mennt­anna eins og Meist­ara Jim, Nostromo og Leynierindrekann eft­ir Joseph Conrad, Gats­by og Nótt­in blíð eft­ir F. Scott Fiz­ger­ald, Mrs. Galloway eft­ir Virg­iniu Woolf, Hið rauða tákn hug­prýðinn­ar eft­ir Stephen Cra­ne og Fall kon­ungs eft­ir Johann­es V. Jen­sen.

Atli skrifaði að auki Skært lúðrar hljóma, sögu lúðrasveita á Íslandi, en hann starfaði tæp 30 ár í Lúðrasveit verka­lýðsins.

Rithöfundasamband Íslands þakkar Atla samfylgdina og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email