Search
Close this search box.

Andri Snær Magnason hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs RÚV

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason

Andri Snær Magnason hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars:

„Viðurkenningar Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins eru fyrstu og elstu rithöfundarverðlaun okkar Íslendinga og þær eru veittar fyrir ævistarf höfundar, frekar en einstök verk. Ævistarf Andra Snæs er ef til vill ekki orðið stórt í blaðsíðum talið, en gæðin hafa verið þeim mun meiri. Trúlega hefur enginn íslenskra nútímahöfunda verið þýddur á fleiri tungumál, og öll hans stærri bókmenntaverk, hvert og eitt einasta, eru margverðlaunuð bæði hér heima og erlendis. Verða þær viðurkenningar ekki allar taldar upp hér, en sérstaklega má geta þess að Sagan af bláa hnettinum var fyrsta barnabókin til að fá íslensku bókmenntaverðlaunin og hlaut Andri Snær hin virtu Kairos lista- og menningarverðlaun fyrir Draumalandið árið 2009 – og er hann eini rithöfundurinn fram til þessa sem hefur hlotið þessa viðurkenningu.“

Andri Snær flutti af því tilefni ávarp. Þar segir hann meðal annars að tímaþjófar úti í heimi hafi krakað til sín stórum hluta af frítíma okkar en það sé verra ef mennskan og traustið hverfi samtímis úr samfélaginu.

Rithöfundasamband Íslands óskar Andra Snæ til hamingju með viðurkenninguna.

Hægt er að hlusta á ávarp Andra Snæs á vef RÚV.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email