Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur og rithöfundur, varð bráðkvaddur á heimili sínu á gamlársdag.
Eggert var 56 ára gamall þegar hann lést. Hann fæddist í Reykjavík 2. júní 1958. Eggert sló í gegn í flóði síðustu jóla með bókinni Sveitin í sálinni. Búskapur í Reykjavík og myndun borgar.
Önnur stórvirki hans eru Undir bárujárnsboga. Braggalíf í Reykjavík 1940-1970 og tveggja binda verkið Saga Reykjavíkur Borgin 1940-1990.
Eggert Þór var stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands frá 1987, fastráðinn frá 1993. Haustið 2006 varð hann dósent í hagnýtri menningarmiðlun, deild sem hann setti sjálfur á fót með aðstoð Landsbankans. Hann var prófessor í sömu grein frá 2009.