Search
Close this search box.

Ályktun frá stjórn Rithöfundasambands Íslands um tjáningarfrelsið.

Stjórn Rithöfundasambands Íslands fordæmir lögbann sýslumannsins í Reykjavík á fjölmiðlana Stundina og Reykjavík Media. Yfirvöldum í lýðræðissamfélagi ber skylda til að standa vörð um tjáningarfrelsið. Málfrelsi og frelsi einstaklinga og fjölmiðla til tjáningar og umfjöllunar er hornsteinn siðmenningar og lýðræðis.
Valdbeiting gegn tjáningarfrelsi er aðför gegn lýðræðinu. Við hörmum að slíkt geti gerst í okkar upplýsta landi og skorum á sýslumann að afturkalla lögbann sitt.

Lifi tjáningarfrelsið!
Stjórn Rithöfundasambands Íslands

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email