29. október í fyrra hefði Hallberg Hallmundsson (1930-2011), skáld og þýðandi, orðið níræður. Ættingjar hans vildu þá halda minningarstund til heiðurs honum en herra Covid truflaði það. Því var ákveðið að fresta hátíðahöldum um eitt ár.
Samkoman verður sunnudaginn 31. október kl. 14:00 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík (Húsi Rithöfundasambandsins).
Ræðuhöld verða í styttra lagi en þó verður stuttlega minnst á nokkur æviatriði Hallbergs ásamt því að ljóðalestur mun eiga sér stað, bæði á ljóðum Hallbergs og þýðingum hans.
Léttar veitingar verða í boði. Nokkrar af bókum Hallbergs fást gefins á staðnum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Umsjón: Árni Blandon