Aðventulestur 2020

Árlegum upplestri á Aðventu Gunnars Gunnarssonar verður streymt á netinu að þessu sinni. Lesari verður Ólafur Darri Ólafsson leikari sem í haust hreif landsmenn með sér í hlutverki annars Benedikts í þáttaröðinni um Ráðherrann. Í þáttunum var óspart vísað í sögu Gunnars og Ólafur Darri er því ekki óvanur að vera í för með þeim Leó og Eitli.

Gunnarsstofnun og Rithöfundasamband Íslands hvetja fólk til að koma sér vel fyrir þriðja sunnudag í aðventu með heitt súkkulaði og smákökur og njóta þessarar perlu íslenska bókmennta.

Lesturinn fer í loftið kl. 13.30 sunnudaginn 13. des. og má hlusta á hann hér:

https://youtu.be/hU_ay_wqTFE

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email