Árlegur húslestur á Aðventu Gunnars Gunnarssonar fer fram í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, annan sunnudag í aðventu, 7. desember.
Lestur hefst klukkan 13:30 og stendur í um 2,5 tíma með hléi.
Lesari ársins er Eyþór Árnason skáld sem les Aðventu fyrir viðstadda.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Aðventa kom fyrst út árið 1936 og síðan þá hefur sagan um Benedikt, Eitil og Leó verið lesin víða um heim af milljónum manna, ekki síst í desember. Aðventa er það verk Gunnars sem þýtt hefur verið á flest tungumál og selst best.



