Search
Close this search box.

Tilnefnt til viðurkenninga Hagþenkis

Viður­kenn­ingaráð, skipað fimm fé­lags­mönn­um af ólík­um fræðasviðum til tveggja ára í senn, hef­ur til­nefnt tíu rit­höf­unda og rit til viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is 2014. Verðlauna­upp­hæðin nem­ur einni millj­ón króna. Viður­kenn­ing Hagþenk­is 2014 verður veitt við hátíðlega at­höfn í Þjóðar­bók­hlöðunni í byrj­un mars.
Eft­ir­far­andi höf­und­ar og rit eru til­efnd í ár:

Ágúst Ein­ars­son Hagræn áhrif rit­list­ar. Há­skól­inn á Bif­röst. Rit­list sett í efna­hags­legt sam­hengi og tengsl henn­ar við at­vinnu- og efna­hags­líf brot­in til mergjar með óhefðbundn­um efnis­tök­um.

Brynja Þor­geirs­dótt­ir og Bragi Valdi­mar Skúla­son Orðbragð. For­lagið. Fersk og skemmti­leg nálg­un að ís­lenskri tungu. Fróðleik og umræðu um álita­mál er hag­an­lega fléttað sam­an.

Guðrún Krist­ins­dótt­ir (rit­stj.) Of­beldi á heim­ili. – Með aug­um barna. Há­skóla­út­gáf­an. Merki­legt brautryðjanda­verk sem á ríkt er­indi við kenn­ara, for­eldra og alla sem láta sér annt um börn og vel­ferð þeirra.

Kristján Jó­hann Jóns­son Grím­ur Thomsen. – Þjóðerni, skáld­skap­ur, þversagn­ir og vald. Há­skóla­út­gáf­an. Nýtt sjón­ar­horn á þjóðskáldið þar sem um­fjöll­un um ritstörf flétt­ast sam­an við ný­stár­lega grein­ingu á goðsögn­inni um Grím Thomsen.

Jón G. Friðjóns­son Orð að sönnu – ís­lensk­ir máls­hætt­ir og orðskviðir. For­lagið. Menn­ing­ar­sögu­legt elju­verk þar sem höf­und­ur hef­ur safnað ís­lensk­um máls­hátt­um frá fornu máli til nú­tíma og skýr­ir merk­ingu þeirra og upp­runa.

Jón­as Kristjáns­son (†) og Vé­steinn Ólason gáfu út Eddu­kvæði I og II. Hið ís­lenska forn­rita­fé­lag. Yf­ir­grips­mik­il og vönduð út­gáfa eddu­kvæða þar sem fjallað er ít­ar­lega um kvæðin í for­mála og þau skýrð þannig að hent­ar áhuga­fólki og fræðimönn­um.

Páll Skúla­son Há­skólapæl­ing­ar. – Um stefnu og stöðu há­skóla í sam­tím­an­um; Hugs­un­in stjórn­ar heim­in­um; Nátt­úrupæl­ing­ar. – Um stöðu manns­ins í ríki nátt­úr­unn­ar. Há­skóla­út­gáf­an. Í þess­um þrem­ur rit­um er varpað ljósi á ýmis brýn­ustu álita­mál sam­tím­ans frá sjón­ar­hóli heim­spek­inn­ar. Djúp hugs­un helst í hend­ur við læsi­leg­an texta.

Ragn­hild­ur Richter, Sig­ríður Stef­áns­dótt­ir og Stein­grím­ur Þórðar­son Íslenska fjög­ur. – Kennslu­bók í ís­lensku fyr­ir fram­halds­skóla. For­lagið. Vel unn­in og skýr kennslu­bók þar sem eft­ir­tekt­ar­verður metnaður í aðlaðandi fram­setn­ingu auðveld­ar nem­end­um og kenn­ur­um notk­un henn­ar.

Snorri Bald­urs­son Líf­ríki Íslands – vist­kerfi lands og sjáv­ar. For­lagið/?Opna. Í miklu og vönduðu verki ger­ir höf­und­ur grein fyr­ir því hvernig vist­kerfi lands­ins mót­ast af ytri skil­yrðum nátt­úr­unn­ar og á hvern hátt hinar ýmsu líf­ver­ur tengj­ast gang­verki þeirra.

Úlf­hild­ur Dags­dótt­ir Mynda­sag­an. – Hetj­ur, skrýmsl og skatt­borg­ar­ar. Frosk­ur út­gáfa. Brautryðjanda­verk um sögu og menn­ing­ar­lega stöðu van­met­inn­ar bók­mennta­grein­ar hér­lend­is sem varp­ar m.a. ljósi á ís­lensk­ar mynda­sög­ur.

Viður­kenn­ing­ar­ráð Hagþenk­is 2014 skipa: Bjarni Ólafs­son ís­lensku­fræðing­ur, Íris Ell­en­ber­ger sagn­fræðing­ur, Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir list­fræðing­ur, Sig­mund­ur Ein­ars­son jarðfræðing­ur og Þor­björn Brodda­son fé­lags­fræðing­ur. Verk­efn­a­stýra ráðsins er Friðbjörg Ingimars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Hagþenk­is.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email