Guðrún Hannesdóttir hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins

Guðrún Hannesdóttir ljóðskáld, myndlistarkona og þýðandi hlaut nú í janúar viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi dómnefndar segir að hún hafi hlotið viðurkenninguna fyrir verk sín og gjöfult framlag til menningarlífsins.

Í rökstuðningnum segir meðal annars: „Í ljóðum sínum magnar Guðrún galdur, þar sem hverju dýrmætu orði er fundinn staður og oft óvænt samhengi sem fær lesendur til þess að íhuga merkingu þeirra og sinn eigin skilning á hversdagsleikanum, furðum hans og fegurðinni.“

Rithöfundasamband Íslands óskar Guðrúnu innilega til hamingju með afar verðskuldaða viðurkenningu!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email