Skáldkonan Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri er látin. Þóra hóf ritferilinn árið 1973 með ljóðabókinni Leit að tjaldstæði en alls komu út fimmtán bækur með ljóðum hennar og örsögum, auk þess sem hún lagði fyrir sig ljóðaþýðingar. Þóra varð hundrað ára í janúar síðastliðnum.
Þóra var meðlimur í Rithöfundasambandi Íslands allt frá árinu 1976. Við vottum fjölskyldu og ástvinum Þóru samúð okkar. Hér má lesa umfjöllun Bókmenntavefjarins um Þóru og einnig var fjallað um ævi hennar og störf á vefnum Skáld.is.