Níu höfundar hafa hlotið 350.000 króna starfsstyrk úr Höfundasjóði en styrkjunum er úthlutað árlega á grundvelli umsókna. Úthlutunarnefnd hafði alls 56 umsóknir frá 54 einstaklingum til umfjöllunar.
Starfsstyrk hljóta að þessu sinni:
- Berglind Ósk Bergsdóttir
- Björn Halldórsson
- Dagur Hjartarson
- Jónas Reynir Gunnarsson
- Kamilla Einarsdóttir
- Kristín Björg Sigurvinsdóttir
- Kristján Hrafn Guðmundsson
- Linda Ólafsdóttir
- Stefán Máni Sigþórsson
Í úthlutunarnefnd 2025-26 sitja þau Haukur Ingvarsson, Hildur Knútsdóttir og Soffía Bjarnadóttir. Rithöfundasambandið þakkar þeim kærlega fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð. Við óskum styrkþegum innilega til hamingju og hlökkum til að sjá verk þeirra koma út í náinni framtíð.