Ályktun aðalfundar um Storytel

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands, haldinn í Gunnarshúsi 28. apríl 2025 ályktar:

Rithöfundasamband Íslands skorar á Storytel á Íslandi að ganga til samninga við sambandið um rammasamning sem myndi fela í sér sanngjarnt og gagnsætt endurgjald til höfunda af útgáfu hljóðbóka. Þar til slíkir samningar hafa verið gerðir hvetur Rithöfundasambandið félagsmenn til þess að beita sér fyrir því að ný verk verði ekki sett inn á streymisveituna. Án sanngjarnra höfundarréttargreiðslna fær bókmenntalíf ekki þrifist hjá þjóð sem kennir sig á tyllidögum við bókmenntir.

Rithöfundasambandið skorar jafnframt á Storytel á Íslandi að tryggja að gervigreind verði hvorki notuð til þess að skrifa bækur né þýða þær yfir á íslensku.

Rithöfundasambandið minnir Storytel á að fyrirtækið byggir grundvöll sinn á hugverkum rithöfunda og þýðenda, og að bókmenntir og listir verða eingöngu skapaðar af listamönnum en ekki vélum.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email