Úthlutunarnefnd Höfundasjóðs RSÍ 2024 hefur lokið störfum. Að þessu sinni hljóta eftirtaldir 6 höfundar starfsstyrki, hvern að upphæð ISK. 350.000.
- Ása Marín Hafsteinsdóttir
- Bjarni Fritzson
- Elín Edda Þorsteinsdóttir
- Garibaldi (Garðar Baldvinsson)
- Halla Þórlaug Óskarsdóttir
- Sigrún Alba Sigurðardóttir
Rithöfundasamband Íslands óskar styrkþegum til hamingju með styrkina og góðs gengis í ritstörfum sínum.
Auglýst var eftir umsóknum í maí og sóttu 50 höfundar um styrk.
Í úthlutunarnefnd sátu Haukur Ingvarsson, Soffía Bjarnadóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir og þakkar Rithöfundasambandið þeim fyrir vel unnið og óeigingjarnt starf.