Rithöfundasamband Íslands, sendiráð Frakklands á Íslandi og Alliance Française í
Reykjavík ásamt Maison des écritures de la Rochelle í Frakklandi skipuleggja nú í fjórða
sinn rithöfundaskipti milli Reykjavíkur og La Rochellle í Frakklandi.
Fyrsta árið var tileinkað myndasöguhöfundum, annað árið barnabókahöfundum og það
þriðja spennusagnahöfundum. Í ár var umsóknin ekki einskorðuð við eina
bókmenntagrein og öllum rithöfundum frjálst að sækja um dvölina.
Tilgangur dvalarskiptanna er að efla menningarlegt og listrænt samstarf milli Frakklands
og Íslands.
Í ár hafa eftirfarandi rithöfundar verið valdir til dvalarskipta: Ungmennabókahöfundurinn
Françoise Guillaumond kemur til Reykjavíkur í apríl og rithöfundurinn og ritstjórinn
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fer til La Rochelle í Frakklandi.
RSÍ, sendiráð Frakklands á Íslandi, Alliance Française í Reykjavík og Maison des
écritures de la Rochelle greiða fyrir dvöl, uppihald og ferðir höfundanna.
Við óskum Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni innilega til hamingju með dvalarstyrkinn !