Search
Close this search box.

Elín Pálmadóttir látin

Elín Pálma­dótt­ir blaðamaður og rithöfundur er lát­in, 95 ára að aldri.

Hún var fædd í Reykja­vík 31. janú­ar 1927. Hún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1947 og lagði síðan stund á nám í ensku og frönsku við Há­skóla Íslands og síðar er­lend­is. Þá gekk hún til liðs við ut­an­rík­isþjón­ust­una og starfaði m.a. hjá Sam­einuðu þjóðunum og í sendi­ráðinu í Par­ís. Elín hóf störf sem blaðamaður hjá Vik­unni 1952, en 1958 réðst hún til Morg­un­blaðsins þar sem hún vann þar til hún lét af störf­um fyr­ir ald­urs sak­ir 1997. Hún hlaut heiður­sviðkenn­ingu Blaðamanna­fé­lags­ins 1992, ridd­ara­kross fálka­orðunn­ar 1995 og var sæmd æðstu heiðursorðu Frakk­lands, Lé­gi­on d’honn­e­ur, árið 2015.

Eftir Elínu komu m.a. út bækurnar Gerður: ævisaga myndhöggvara 1985, Fransí bisk­ví um franska Íslands­sjó­menn 1989,en hún var til­nefnd til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna 1990 og kom einnig út á frönsku, og end­ur­minn­ing­arn­ar Eins og ég man það 2003.

Rithöfundasambandið þakkar Elínu samfylgdina og sendir ættingjum hennar samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email