Search
Close this search box.

Þýðendakvöld í Gunnarshúsi 11. og 17. desember

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar þann 7. desember sl. Þann 11. og 17. desember verða haldin þýðendakvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, þar sem tilnefndir þýðendur lesa upp úr verkum sínum. Upplestrarnir hefjast kl. 20:00 báða dagana.

11. desember verður lesið úr eftirfarandi bókum:

Skáldið er eitt skrípatól. Um ævi og skáldskap Fernando Pessoa. Höfundur Guðbergur Bergsson. Þýðandi: Guðbergur Bergsson (þýðandi les). JPV gefur út.

Jónsmessunæturdraumur. Höfundur William Shakespeare. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn (þýðandi les).Vaka-Helgafell gefur út.

Kona í hvarfpunkti. Höfundur Nawal el Saadawi. Þýðandi: Elísa Björg Þorsteinsdóttir (þýðandi les). Angústúra gefur út.

Hin ósýnilegu. Höfundur Roy Jacobsen. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson (þýðandi les). Mál og menning gefur út.

17. desember verður lesið úr eftirfarandi bókum:

Kalli breytist í kjúkling. Höfundur Sam Copeland. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson (þýðandi les). JPV gefur út.

Blá. Höfundur Maja Lunde. Þýðandi: Ingunn Ásdísardóttir (þýðandi les). Mál og menning gefur út.

Tími töframanna. Höfundur Wolfram Eilenberger. Þýðandi: Arthúr Björgvin Bollason (Egill Arnarson les). Háskólaútgáfan gefur út.

Boðið verður upp á léttvín, kaffi og konfektmola.

Allir velkomnir!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email