Search
Close this search box.

Tilnefningar til Maístjörnunnar

Haukur Ingvarsson, Ásdís Ingólfsdóttir, Sigfús Bjartmarsson, Eva Rún Snorradóttir, Hólmfríður Matthíasdóttir (f.h. Gerðar Kristnýjar) og Linda Vilhjálmsdóttir.

Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2018 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag.

Tilnefndir eru:

Ásdís IngólfsdóttirÓdauðleg brjóst (Partus)

Eva Rún SnorradóttirFræ sem frjóvga myrkrið (Benedikt bókaútgáfa)

Gerður KristnýSálumessa (Mál og menning)

Haukur IngvarssonVistarverur (Mál og menning)

Linda VilhjálmsdóttirSmáa letrið (Mál og menning)

Sigfús BjartmarssonHomo economicus I (MTH útgáfa)

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2018 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Sveinn Yngvi Egilsson fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Eva Kamilla Einarsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í maí. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur. 

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email