Search
Close this search box.
Ljósmynd: Eliza Reid forsetafrú afhenti Bjarna Gunnarssyni Ísnálina 2018 á glæpasagnahátíðinni Iceland Noir í Reykjavík.
Ljósmynd: Eliza Reid forsetafrú afhenti Bjarna Gunnarssyni Ísnálina 2018 á glæpasagnahátíðinni Iceland Noir í Reykjavík.

Ísnálina 2018 hljóta rithöfundurinn Jo Nesbø og þýðandinn Bjarni Gunnarsson fyrir glæpasöguna Sonurinn (Sønnen).

Bjarni Gunnarsson tók við verðlaununum á alþjóðlegu glæpasagnahátíðinni Iceland Noir í Iðnó í Reykjavík. Ísnálin er veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga.

Þetta er fimmta árið sem verðlaunin eru veitt, og í annað sinn sem þeir Nesbø og Bjarni hreppa verðlaunin, en þau fengu þeir einnig árið 2015 fyrir bókina Blóð í snjónum. Að verðlaununum standa Iceland Noir glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka.

Dómnefnd skipa Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Jóhann R. Kristjánsson og Ragnar Jónasson.

Rithöfundasamband Íslands óskar Bjarna Gunnarssyni til hamingju með verðlaunin!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email