Boðað er til hádegisfundar um upplestra og taxta miðvikudaginn 8. nóvember næstkomandi kl. 12:00 -13:00.
Jólabókavertíðin fer í hönd og höfundar eru lagðir af stað í upplestra í skólum, fyrirtækjum og víðar. Við ætlum að hittast á léttum fundi og ræða um upplestra og taxta RSÍ, stilla saman strengi og marka og móta stefnu.
Mætum, ræðum og stöndum saman! Orðið er frjálst en ekki frítt!
Sjáumst á miðvikudaginn á Dyngjuvegi 8,
Stjórn RSÍ