Rithöfundasambandið minnir á gildandi samninga félagsins. Við viljum brýna fyrir höfundum að vísa í og nota þá samninga sem RSÍ hefur gert við viðsemjendur og eru aðgengilegir á vefsíðu okkar. Ef um annars konar samninga er að ræða er mikilvægt að félagsmenn sæki aðstoð til skrifstofu RSÍ og þiggi þá ráðgjöf sem þar er í boði og byggir á áralangri reynslu og þekkingu á samningamálum.
Strax í byrjun september verður haldinn félagsfundur um málefni sem varða streymisveitur á borð við hljóðbókaveituna Storytel. Við viljum brýna fyrir félagsmönnum að hafa samband við skrifstofu áður en gengið er til samninga við slíkar veitur.