Fimmtudagskvöldið 8. desember kl. 20:00 stendur Sögufélag fyrir höfundakvöldi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Þar munu höfundar og ritstjórar bókanna sem félagið gefur út í haust kynna verk sín og spjalla um þau við fjóra sagnfræðinga, þau Erlu Huldu Halldórsdóttur, Ragnhildi Hólmgeirsdóttur, Guðmund Jónsson og Ragnheiði Kristjánsdóttur.
Dagskráin verður sem hér segir:
Már Jónsson ræðir bókina Bréf Jóns Thoroddsens, sem hann ritstýrði
Sverrir Jakobsson ræðir bók sína Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096-1281
Hlé
Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir ræða útgáfu skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771, sem þær ritstýra, en fyrstu tvö bindin af sex komu út í ár
Guðni Th. Jóhannesson ræðir bók sína Fyrstu forsetarnir. Embætti þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld
Bækurnar verða til sölu á staðnum og boðið verður upp á kaffi og te, mandarínur og piparkökur. Húsið opnar kl. 19:30, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.